Sigga & Gunni í Barcelona!!

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Ný bloggsíða í S-Ameríku

Við erum komin með nýja bloggsiðu:

Þið ýtið bara á linkinn hérna fyrir neðan....



www.travelpod.com/members/aventura


Allir að kommenta takk :D

fimmtudagur, maí 01, 2008

Síðustu dagarnir í Barcelona...

Gunni var kominn með mikið skegg núna undir restina...
Aah gott að slappa af í sólinni!
Hvor er brúnni??

Nú eru bara tveir dagar í að við komum heim! Eftir mikla innilokun síðustu daga við lærdómsstress þá erum við byrjuð að stunda ströndina á fullu allt fram á síðasta dag svo fólk sjái nú að við höfum verið á Spáni síðan í jan! ;)

Gunni skilaði ritgerðinni sinni í gær og ég skila minni um helgina...ekki annað hægt að segja að þungu fargi sé af okkur létt enda meira og minna allur tíminn hér búinn að fara í skrif! Svolítið svekkjandi að vera fara líka núna þegar það er komið svona rosalega gott veður dag eftir dag, værum alveg til í að vera út maí til að njóta sólarinnar en íslenska sumarið er nú líka ágætt bara :)


Sjáumst heima!

Ciao ciao

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Þegar heimsborgarnir hittust...

Mexíkansku matur mmmm nammi namm!


Á ströndinni

Nú er hún Sunna mín líklegast í flugivélinni á leiðinni heim líklegast búin að innbyrgj of mikið magn af flugveikistöflum hehe.


Stoppið var nú ekki lengi en við vorum nú alved ótrulega menningarlegar og gaman hjá okkur og byrjuðum á því að skella okkur á skósafn þar sem við höfum báðar pínu skófetish (kannski allt kvenfólk?) Skoðum svo La sagrada familía sem allir túirstar verða sá og einnig í nokkrar búðir sem er aldrei leiðinlegt :) Fórum líka aðeins á ströndina í miklu roki en héldust þar við allavega í klukkutíma!


Fórum svo í dag í nýlistasafnið og Gaudí garðinn og smá "window shopping" í Passeig de Grácia þar sem eru allar dýru og flottu búðirnar sem maður þorir varla að stíga fæti inni í því þær eru svo fínar!

Þannig að nú eru allar heimsóknir búnar (nema það ætli sér einhver að birtast hér óvænt?)
og síðasi spretturinn í ritgerðasmíðinni sem þýðir mikið kaffiþamb næstu daga ætli ég mer að skila henni 2.maí! Sjáum hvað gerist...þýðir allavega ekki mikið lengur að taka spánverjann á þetta sem frestar öllu fram á næsta dag tíminn flýgur nefnilega óhugnalega hratt þessa dagan :/

Ble ble

föstudagur, apríl 04, 2008

Gestagangur í Barcelona


Í Gaudí garðinum



Nú verður maður líklega að fara taka upp skólabækurnar að nýju eftir 2 heimsóknir hér síðustu daga. Mamma og pabbi voru hér um helgina og náðu að skoða flest allt sem vert er að sjá hér á mettíma. Svo fór Kathrin heim í gær eftir að hafa verið hérna í viku.
Það er búið að vera æðislegt veður hér í vikunni og ég er búin að liggja á ströndinni 4 daga í röð og því ekki lengur eins og næpa! En það er líka bara mánuður til stefnu svo nú er um að gera að grilla sig fyrir heimkomuna í maí! Í leiðinni virðist ég hafa náð mér í eitthvað leiðindakvef því ég er með hálsbólgu og hor...skemmtileg blanda!
Svo kemur hún Sunna til mín á mánudag og verður í tvo daga, þannig að þá breytist ég í leiðsögumann enn og aftur, kannski þetta sé bara framtíðarstarfið? Allavega gaman þegar einhver nennir að heimsæka mann :)
Og já Nanna þú varst að spyrja mig um emailið mitt það er see2@hi.is
Jæja, farin á bókasafnið og svekkja mig á því að það verði ekkert sólbað í dag!


sunnudagur, mars 23, 2008

jæja þá...

Uppi á Montserrat í sól og blíðu
Einhver mótmæli í gangi
ég :)
Við fórum í flashdance 80's partý....og dressuðum okkur upp!
Við Gunni og Dalí

ætli það sé ekki komin tími á að maður láti aðeins í sér heyra!

Það er búin að vera gestagangur hjá okkur núna því foreldrar hans gunna eru búin að vera í heimsókn síðan 14. mars og einnig systir Sylvíu.

Erum búin að gera ýmislegt skemmtilegt, t.d. fórum við upp í Montserrat sem er fjall hérna rétt hjá þar sem klaustur sem hægt er að skoða og maður fer með svona kláf til að komast upp í fjallið og útsýnið er mjög fallegt.
Svo varð Gunni 25 ára þann 18.mars svo nú er hann kominn í eldri manna tölu og gráu hárin farin að koma betur og betur í ljós!

Í gær fórum við svo til þorps sem heitir Figueres, er eiginlega við landamæri Frakklands og er fæðingabær Salvador Dalí. Og þar er einmitt safn með frægustu verkum hans sem er mjög gaman að skoða.

Og akkúrat núna eru Gunni og pabbi hans á fótboltaleik, Barcelona-Valladolid og verður spennandi að heyra hvernig hann fer (reyndar er mér nú alveg sama hehe)

Svo virðist ekkert lát vera á vinsældum okkar því nú eru mamma og pabbi að koma á föstudaginn og einnig Kathrin vinkona mín frá Þýskalandi sem ég kynntist í Valencia.
Ég setti inn svo nokkrar myndir á myndasíðuna, koma fleiri síðar!!!!!!

Gleðilega páska!!

fimmtudagur, mars 13, 2008

Aldrei að treysta neinum....

Í gærkvöldi fórum við út að borða með fólki úr skólanum hans Gunna sem var mjög gaman. Kannski ekkert frásögu færandi nema þegar við vorum að labba heim þá mætum við pari sem voru örugglega sígaunar og þau stoppuðu okkur og byrjuðu eitthvað að babla um að honum vantaði belti. Vorum reyndar ekki alveg að fatta fyrst hvað þau voru að meina þar sem þau sögðu nú aldrei orðið belti en voru í staðinn með voða leikræn tilþrif og maðurinn tók um buxnastrenginn á Gunnar til að sýna að honum vantaði eitthvað til að halda buxunum sínum uppi. Og við alveg gjörsamlega glórulaus og virkilega reyna pæla hvar hann gæti nú keypt belti haha...svo löbbuðum við nú bara heim á leið og pældum ekki meira í því fyrr en Gunni fattaði að hann væri ekki með veskið á sér. Þá hefur gaurinn laumað hendinni í vasann hjá Gunnari og tekið veskið hans. Sem betur fer var nú enginn peningur í því bara 3 kort sem við létum loka strax. Þannig þau græddu nú ekki mikið á þessu en í staðinn lendum við í einhverju leiðindaveseni. En já það hefði nú getað verið verra, við vorum bara svo svekkt út í okkur að láta þetta gerast, alveg týpiskir túristar haha.
En Barcelona er nú líka þekkt sem ein mesta vasaþjófaborg í Evprópu og kannski ekki spurning hvort heldur hvenær maður verði rændur.
Best að halda fast um töskuna hér eftir!!!!!!!

sunnudagur, mars 09, 2008

I'm back!!!!

Jebb Sigga komin aftur til Spánarveldis, soldið skrítið, fannst eiginlega bara eins og það hefðu verið mörg ár síðan ég var hérna síðast.
Það liggur við að við skiptum um íbúð eins og sokka, erun nebblega núna flutt inn með Sylvíu og Árna og Carrer dels Tallers, sem er mjög nálægt Katalóníutorgi semsagt mjög miðsvæðis her.
Í gær fórum ég og Gunni á súkkulaðisafn sem ég sá alveg í hyllingum en var svo kannski ekker stórkóstlegt en allavega nóg af súkkulaði! :Þ Í dag fórum við svo í svona völundarhúsagarð sem er frá 1700 og eitthvað og mjög skemmtilegur og ævintýralegur eins og þið getið séð á myndunum sem ég var að setja inn :)
En jæja læt þetta duga í bili,
Hasta luego

sunnudagur, febrúar 10, 2008

hóm svít hóm!

Við vorum svo menningarlegar í dag og fórum að skoða La Sagrada Familía
Fyrsta kvöldið hennar Stefaníu í heimsborginni SALUD!!!!
Svo fórum við líka í Gaudí garðinn!

Nú styttist óðum í heimkomu mína!!!!!! Við Steffý Spears förum í nótt úr sólinni og blíðunni heim í kuldann og myrkrið, ég held ég eigi eftir að fá menningarsjokk eftir að hafa verið í svona mikilli heimsborg!

Allavega þá erum við búin að hafa það mjög fínt, og miklum pening eytt hér síðustu daga :)

Sjáumst á morgun!!!

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Og nú munum við ekki borða kjöt næstu daga...


eftir að kjötkveðjuhátíðinni lauk í gær! Eða hvað?! Fórum til Sitges í gær með Sylvíu og Árna (þriðjudag) það sem við vorum búin að heyra að mest væri um að vera þar. Af því tilefni settum við upp hárkollur til að falla inn í hópinn en héldum virkilega að við værum að misskilja hlutina þegar við löbbuðum að metroströðinni eins og einhverjir athyglissjúklingar og fólk horfði á okkur eins og við værum alveg búin að tapa glórunni haha. En okkur leið strax betur þegar við komum í lestina og sáum einhverja í búningum lika og það fór ekki á milli mála þegar við komum til Sitges að það væri eitthvað mikið um að vera. Sáum skrúðgöngu sem minnti helst á Gay pride,kannski ekki skrítið enda er Sitges er líka voðalega gay staður......komum svo til baka aftur um 2 eftir miðnætti meðan fjörið hélt áfram og fólk var enn að koma til Sitges á þeim tíma til að vera með í fjörinu. En já þetta var allavega mjög gaman að hafa séð þetta og þið getið líka upplifað stemninguna með því að skoða myndirnar :)

föstudagur, febrúar 01, 2008

...

Var að skella inn nokkrum nýjum myndum, endilega tékkið á þeim! :)
Annars erum við bara hress! Íbúðin okkar er orðin eins og farfuglaheimili, við erum sesmagt 10 manns sem búum hérna núna og svo á nú eftr að bætast aðeins í hópinn í næstu viku þegar Stefanía kemur að heimsækja mig!! Jej! Hún verður bara að sætta sig við það að sofa á dýnu á gólfinu eða milli mín og Gunna haha. Svo fljúgum við saman heim þann 11.febr, jii hvað tíminn flýgur áfram!!!!
Verð að viðurkenna að við erum kannski ekkert búinn að vera neitt voðalega dugleg að skoða söfn eða eitthvað svoleiðis, erum helst dugleg við það að labba römblunna og í gamla bænum, en það er kannski kominn tími á að sjá eitthvað meira en það!
Annars þá er Carneval hérna um helgina og það er víst voða mikið í kringum það og fara margir héðann til Sitgers (veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað!) og Gunni var eitthvað að tala um að allir væru í grímubúningum. Ég keypti mér allavega bláa hárkollu um daginn sem ég sett upp! Erum einmitt að spá í að skreppa til Sitges um helgina til að sjá herlegheitin, (síðast þegar ég vissi var Sitges alræmdur hommabær hehe)
Qué tengais buen fin de semana!!!!!!!! :)

laugardagur, janúar 26, 2008

Smá update frá Barcelonabúunum...

Kisu fannst ég í svo flottum stígvélum
Þessi lögga var svakalega hress og gauranir lengst til vinstri vildu vera nýju bestu vinir okkar
Ströndin...
Svona lýtur nýja herbergið okkar út, miklu stærra og betra !
Já allt gott að frétt af okkur hér í heimsborginni, 21 stigs hiti og eintóm gleði. Nú eru komnir tveir ítalskir strákar í íbúðina okkar og Gunnar veltir mikið fyrir sér hvort þeir séu par!
Ókosturinn við það er að ég get ekki einokað baðið núna eins og ég er vön að gera en já það er eitt af því sem fylgir að búa með öðrum. Brasíliska parið sem á íbúðina er bara í þessu að legja út herbergi og lifa á því, eru heima allann daginn að taka móti fólki sem kemur að skoða og þess á milli þrífa þau allt hátt og látt þannig það angar allt af hreinsiefnum hérna. Svo eru aðrir hlutir sem þau pæla ekki eins mikið í, til dæmis þurftum við að kaupa glös og skálar sem manni finnst vera alveg basic hlutir og ættu að vera til staðar! En þau eru voðalega fín þó að við getum ekki mikið talað saman þar sem þau tala litla spænsku og enga ensku.
Í gærkvöldi fórum við út með Sylvíu og Árna og byrjuðum á því að fara á elsta barinn í Barcelona þar sem allir þjónarnir framreiða drykkina uppáklæddir í smóking...fórum samt eiginlega strax út þar sem var svo troðið og þarna voru bara spánverjar saman komnir...sem er eiginilega bara frekar sjaldgæf sjón hér! Þið hafið séð myndina af mér og risakisunni...gunni fékk þá hugmynd að reyna klifra upp á hana (æææ hann Gunni er stundum svo bilaður hehe) og meðan hann og Sylvía voru að reyna brölta upp á köttinn komu 2 strákar sem fannst þetta svakalega sniðugt og annar þeirra fór líka upp á. Svo vorum við eitthvað þarna að spjalla við þá og þá kemur löggan og segir að það sé bannað að klifra á hann..en endar svo með því að hann fer bara að spjalla við okkur líka og bara svakalega hress! Svo vildu þessir strákar endilega fara með okkur inn á einhvern stað og við fórum með þeim og þetta leit mjög grunsamlega út þegar það opnaði einhver lítil hurð og okkur var hleypt inn og það var gjörsamlega enginn tónlist....og við máttum ekki tala hátt því það mátti ekki heyrast í okkur...voru ekki alveg sannfærð um að vera þarna en gaurarnir sögðu okkur að niðri væri tónlist og það endaði með því að við eltum þá niður stiga og þá kom í ljós þessi staður og jújú fullt af fólki ...og þvílíkur reykjarmökkur....og mjög mjög subbulegt og undarlegt lið þarna...og við vildum eigilega komast út en þegar við ætluðum út þá var okkur sagt að við mættum ekki fara út strax því löggan væri fyrir utan...já okkur var virkilega neitað um að komast út, svo eftir smá stund er löggan komin inn og allir þurftu að sýna skilríki þegar þeir fóru út...semsagt einhver kolólóglegur staður sem við vorum á...og alls ekki þess virði að borga sig inná!!
Og já talandi um subbulegheit, hér reykingarbannið ekki komið á og allir reykjandi og fötin manns anga af sígarettum eftir að hafa verið á kaffihúsi...manni finnst maður bara vera komin nokkur ár aftur í tímann! Fórum og fengum okkur tapas í gær og fólkið hliðina á okkur reykjandi...sem mér finnst mjög ósmekklegt þegar maður er að borða!
En jæja nóg af kvarti og kveini, nennir enginn að lesa þetta væl hehe
bless í bili!!!!!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Játningar fíkils:






Eftirfarandi orð kunna að hljóma mjög grunnhyggin og minniháttar í samanburði við vandamál heimsins en samt sem áður er þetta "un mayor problema" fyrir mér!





Það má segja að ég sé komin í einskonar meðferð við fatafíkn og er það ekki af fúsum og frjálsum vilja gert þar sem mér tókst að eyða öllum þeim litla pening sem ég átti (eða ekki átti) hér fyrstu dagana í föt . Í staðin svekkji ég mig núna í hvert skipti sem ég labba frá hjá freistingum eins og H&M því ég veit að ég get ekki keypt neitt. Ég fæ enga vorkunn frá Gunna því hann segir bara "láttu þér þetta af kenningu verða og þú átt líka alveg nóg af fötum!" Kannski er það rétt? Mesta kaldæðnin liggur í því að ef ég hefði ekki keypt svona mikið af fötum áður en ég fór út þá ætti ég núna pening til að kaupa föt! Svekkjandi. Kannski ég þurfi bara að fara gramsa í fataskápnum og athuga hvað er á boðstólnum. Örugglega meira en nóg.
Læt ég mér þetta að kenningu verða og kannski verð ég betri og bætt manneskja fyrir vikið.


Fatafíkillinn

sunnudagur, janúar 20, 2008

Hryðjuverk í Barcelona...?!

Það er nú ekki hægt að neita því að manni brá soldið þegar ég fór inn á mbl.is og sá að nokkir hefðu verið handteknir vegna fyrirhugaða hryðjuverka árása hér í borg. Gerð var húsleit í Raval hverfinu þar sem við vorum einmitt á hosteli núna þegar við komum fyrst!! Annars virðist fólk nú vera sallarólegt yfir þessu öllu saman og það er allavega gott að þetta hafi verið stoppað af!!!
Það vill svo til að ég er einmitt að skrifa um múslima á Spáni í ritgerðinni minni og samfélagslegar aðstæður þeirra og skoðanir almennings á innflytjendum frá Norður Afríku eftir hryðverkin í Madrid 2004.
En já nóg um það, núna erum við búin að skipta um herbergi, því okkur fannst okkar aðeins of lítið og varla að við kæmust þar fyrir! Núna erum við allavega líka með skrifborð og mun meira pláss þannig að ef einhver ætlar að kíkja í heimsókn þá má troða einni dýnu á gólfið! :)
Löbbuðum aðeins niður á strönd í dag, og maður komst bara í smá sumarfýling, 19 stiga hiti og jú ok smá rok en ekkert hægt að kvarta yfir! :)



föstudagur, janúar 18, 2008

La vida en Barcelona...

Ég að borða RISA jarðaber inn á herberginu okkar


La cocina....






Andyrið heim hjá okkur!




Hér búum við á fyrstu hæð!


Loksins fáið þið að sjá nýju heimkynni okkar, stórglæsileg ekki satt?!
Annars bara allt gott að frétta, ég er eitthvað að reyna byrja á B.A. rigerðinni minni á meðan Gunni er alltaf í skólanum, þetta kemur allt saman hægt og bítandi!
Eitt sem maður tekur eftir hérna er hvað það er mikið af túristum, og það er bara janúar þannig það er örugglega mun verra a sumrin!! Tala líka eignilega allir ensku hérna, kemur sér allavega vel fyrir Gunna þegar ég er ekki til að bjarga honum!
Það er ekki hægt að segja að Barcelona sé týpisk spænsk borg (enda vilja þeir ekki meina að þeir tilheyri Spáni heldur einungis Katalóníu!), fólk af öllum þjóðernum hérna og eitt af því sem er svo skemmtilegt við að vera hérna er hvað það eru margar ólíkar týpur . Til dæmis var maður í skrattabúning fyrir framan okkur í röð á kassa í matvörubúð...fullkomlega eðlilegt haha!
Svo er ótrulega gaman að labba um í litlum hliðargötum og skoða í allskyns hönnunarbúðir. Já það er ekki hægt að láta sér leiðast hérna...alltaf eitthvað nýtt að sjá og skoða. En já hef svosem ekkert meira að röfla um í bili...
Until later!





mánudagur, janúar 14, 2008

Por fin: Við erum komin með íbúð!!!!!!!

Þessi mynd er tekin í gotneska hverfinu við La Catedral

Hús eftir Gaudí

Þessi glæsilega stytta af Kristófer Kólumbus er í götunni okkar Gunna!





Það hlaut að koma að því við finndum eitthvað og við flytjum inn í íbúðina á eftir. Íbúðin er á besta stað við höfnina og þar af leiðandi rétt hjá ströndinni, vonum bara að það komi strandarveður fljótlega ! Gatan heitir Calle de Colón eða Kólumbusargata og er við enda La Rambla aðalgöngugöturnar svo við erum bara alveg á besta stað sýnist mér!



Skoðuðum eina íbúð í gær í Gracia hverfinu sem er mjög skemmtilegt og flott hverfi með nokkrum húsum eftir Gaudí og við heldum að við værum komin með draumaíbúðina og við það að segja já en þá kom í ljós að það voru 3 kettir þar...sem væri reyndar stór plús fyrir mig ef ég væri ekki með ofnæmi! En allavega þá erum við bara mjög sátt með þessa íbúð sem við erum komin með. Í augnablikinu búa þarna 2 strákar og líklegt að það bætist fleira fólk við þar sem það voru 2 önnur laus herbergi.


Og hér koma gleðifréttir fyrir ykkur sem sakna mín alveg rosalega því kem heim 10. eða 11. febrúar út af skólanum og verð til 7.mars sem er alveg rúmar 3 vikur!! Þannig að ekki örvænta, aðeins tæpur mánuður í mig ;)


Er að bæta við nokkrum myndum á myndasíðuna hjá mér og svo fáið þið að sjá hvernig er heima hjá okkur þegar við erum búin að koma okkur fyrir.

Ble ble!





miðvikudagur, janúar 09, 2008

Spænsk símanúmer

Ekki örvænta þó að þið hafið ekki náð í okkur í síma, við erum nefnilega komin með spænsk númer..mitt er 620880905 og Gunna 620880831. Og svo muna 34 fyrir framan :)
Ég gat semsagt ekki notað gamla símakortið mitt þarf sem það hefði verið óvirkt svo lengi og einhver annar komin með það númer.
En allavega....þá er bara allt gott að frétta, við erum núna í íbúðinni hjá Sylvíu og Árna meðan við erum húnsæðislaus, erum búin að skoða 3 íbúðir, mis spennandi, langt í burtu, sóðalegar eða í dýrari kantinum...en ég hef engar áhyggjur af því ennþá. Ætlum að kíkja á eina eða 2 á eftir...erum orðin svoldið þreytt á að geta ekki komið okkur fyrir almennilega og hafa öll föt krumpuð í töskunni!!!
Gunnir byrjaði svo á verkefninu í dag og alveg nóg að gera meðan ég er eins og ekta túristi, labba um og tek myndir ;)
Og já er einmitt búin að sitja inn nokkrar myndir ...endilega tékkið á þeim
Bless í bili!!!!!!!!

mánudagur, janúar 07, 2008

Barcelona baby!!!!

Jaeja tha erum vid komin á áfangstad. Millilentum i London thar sem vid skodudum okkur adeins um med Sylvíu stelpu í spaenksunni og kaerastanum hennar en thau eru einmitt ad fara vera her i Barcelona i hálft ár. Reyndar gerdum vid nu ekki mikid en ad ráfa bara um i London thar sem allt var af einhverjum ástaedum lokad og svo var lika ískalt!!
Vorum lent her kl. 9 a laugardagskvoldid og hostelid okkar gunna er víst i einhverri vafasamri gotu thar sem er mikid um rán og glaepi thannig ad eins gottt ad koma sér hedan sem fyrst!! En that er allvega stutt hedan í baeinn og ég missti mig adeins i dag thar sem útsolurnar voru ad byrja híhí ;)
Skodudum eina íbud i gaer sem okkur leist ágaetlega a en hun losnar samt ekki fyrr en naestu helgi svo vid aetlum ad tékka á fleirum á eftir og á morgun. Ef vid vedum ekki buin ad finna neitt á morgun tha fáum vid ad troda okkur inná Sylvíu og Árna en thau eru med nóg pláss!
Svo er bara rosalega thaegilegt vedur herna, 15 stiga hiti og sol, já that er eiginlega bara soldid skritid fyrir okkur moldvorpurnar frá Íslandi ad sjá loks smá sólarljós :)
Látum svo vita betur af okkur thegar vid erum komin med husnaedi!
Ciao!!!

miðvikudagur, júní 20, 2007

Nú eru spánverjarnir orðnir hræddir...

Því litli vitleysingurinn minn er komin til að gera allt vitlaust eins og sést á meðfylgjandi mynd:



Og hvað get ég sagt, það er bara búid vera rosalega gaman hja okkur, mikið farið á ströndina, mikið djammað og mikið verslað ...eitthvað mikilvægara en það þegar maður er í fríi á Spáni?? Nei held ekki ;)

Sjáumst um helgina!!!!!!!!

fimmtudagur, júní 07, 2007

Og þá eru bara 2 próf eftir...púff!!

Eftir góða prófasyrpu þessa vikuna þar sem ég er búin að faraí 4 próf dag eftir dag og já þó að ég efaðist um að ég myndi hafa það af þó tókst mér það (svo er nú bara að sjá hvernig árangurinn verður eheehh..) En það er allt hægt með nógu miklu kaffiþambi og of stórum sykurskammti, og svo er heldur ekkert svo slæmt að sitja út á svölum og fá smá lit á sig í leiðinni ;)
Og nú styttist ískyggilega í það að ég komi heim, bara 2 vikur...jahérna! Veit satt besta að segja ekki alveg hvað mér á að finnast, auðvitað langar mig til að koma og hitta alla en ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er alveg að fýla þetta "letilíf" hérna, jú maður mætir í skólann, er svo í fríi um helgar og bara sól, sæla og sangría...ææ ég ætla hætta þessu væli, það er heldur ekki svo langt í það að við Gunni förum til Barcelona..svo það er bara fínt að koma aðeins heim híhí!
Og svo þann 15. kemur hún Linda til mín og við ætlum sko að skemmta okkur hérna síðustu vikuna mína hérna, hlakka ekkert smá til ;D
En jæja ætla sko að fara gera eitthvað allt annað en að læra (smá pása núna þar sem ég fer ekki í próf fyrr en næsta þriðjudag jibííí)

fimmtudagur, maí 24, 2007

Rauða hættan!!!!

Ég get svarið það að ég er ofsótt af Rauða krossinum hérna...!!! Það vill nefnilega svo til að það er spítali hérna hliðina á húsinu (og meira segja annar á móti sem getur komið sér vel ef eitthvað kemur upp á!) og já á hverjum einasta degi er þarna fólk í rauðum vestum að stoppa fólk sem gengur framhjá hvort það vilji ekki ganga til liðs við rauða krossinn. Þetta kemur sér mjög illa fyrir mig þar sem ég labba þarna framjá mörgum sinnum á dag og þarf alltaf að labba framjá í flýti og forðast augnsamband eða þá eins og ég geri stundum að taka mér krók til að lenda ekki í klónum á þeim. En ansi oft ná þau að stoppa mig og ég þarf alltaf að segja, nei ég er ekki héðan blablabla og er orðin nett pirruð á þessu því það er alltaf sama fólkið að stoppa mig og ég veit ekki hvað ég er búin að þurfa hlusta sömu ræðuna aftur og aftur og hvað ég þarf alltaf að segja það sama!! Leave me alone!!!
Annars er eitt og annað hérna í þessu samfélagi sem kemur mér spánkst fyrir sjónir (í orðsins fylllstu merkingu!!!) Til dæmis er ekki neitt til hérna sem kallast þjónustulund og hér er viðskiptavinurinn algjört aukaatriði. Ég get svarið það að það þyrfti að senda allt spænkst verslunarfólk á sölunámskeið!! Ef maður fer út í matvörubúð þá tekur það yfirleitt mjög langan tíma þar sem fólkið á kössunum er að spjalla sín á milli og kannski dettur allt í einu hug að hringja eitthvað eða byrjar að tjatta við kúnnanna um lífið og tilveruna...hér er sko ekkert til sem heitir stress!!. Lenti í einu fyndnu um daginn út í búð þegar ég keypti mér body lotion sem er nú ekki frásögu færandi nema það að konan á kassanum fór að skoða kremdolluna og spurði :
Er þetta eitthvað nýtt?
Ég: bara veit það ekki...
Hún: Jiii þetta kostar bara ekki neitt!
Ég: ha nei einmitt...
Hún: Ætlaru að opna þetta núna?
Ég: Ha neiii...ekkert frekar?!
Hún: Má ég prófa?
Ég: (Steinhissa) Ha? Jájá...eh..
Hún: Mmmmmm hvað það er góð lykt af þessu (fer með puttana ofan í dolluna og byrjarað maka á sig!) Finndu hvað það er góð lykt af þessu!!
Ég: Ha já mm mjög góð (!!!)
Hún: Jii. Þetta er æðislegt, ég verð að fá mér svona!
Ég:Já er það ekki (Betra heldur en að klára mitt!! )
Jesús viljiði spá! Ég labbaði út hlæjandi og gjörsamlega kjaftstopp. Auðvitað var líka komin þessi þvílika röð fyrir aftan mig af fólki að bíða en enginn virstist vera pirraður á að bíða, fólk virðist vera vant þessu hérna, sé fyrir mér í anda að þetta myndi eiga sér stað á kassa í Hagkaup...hehe nei held ekki, ekki bara það að manneskjan á kassanum yrði örugglega rekin heldur mynti fólk eitthvað fara pirra sig sem væri að bíða!
En jæja svona er Spánn í dag!



sunnudagur, maí 20, 2007

....

Ég þjáist af einbeitingaskorti þessa dagana vegna hita og því freistast maður ansi oft til að skella sér á ströndia í stað þess að sitja inni að lesa...með þessu áframhaldi er ég ekki að fara ná neinum prófum, en ég ætla verða alveg rosalega dúlleg á morgun (segi það reyndar á hverjum degi híhí) Með hækkandi sól fylgja ýmsir óboðnir gestir eins og til dæmis þessar helv**** moskítuflugur sem eru að gera mig geðveika!!! Núna um daginn sofnaði ég ekki fyrr en rúmlega 6 vegna þess að ég heyrði alltaf suð í eyrunum á mér og þurfti alltaf að vera kveika ljósið til að reyna drepa þær en það gékk nú ekkert alltof vel hjá mér. Og vandamálið er ekki það að þær bíti mig(virðist ekki hafa bragðgott blóð) heldur er þetta suð sem er alveg ótrulega pirrandi!!!) Og út af þeim þá get ég ekki sofið með opin gluggan svo það er alltof heitt inn i herberginu mínu og þess vegna á ég líka mjög erfitt með að sofa þessa dagana. Kannski maður kaupi sér viftu? Já kannski bara!Nú er hún Monica ítalska stelpan sem bjó með mér farin svo ég sit eftir með prinsessunni henni Kenzu, frábært! Jæja það eru nú bara tæpar 5 vikur í að ég komi heim, hlýt að lifa það af!Annars í gær var tekin smá pása frá próflestri og ég fór í grímuparty heim til Lilju og auðvitað klæddi ég mig upp sem víkingur, að vísu var ég nú bara með víkingahatt og fléttu í hárinu en það dugði alveg til! Annars var nú nokkuð skrautlegt lið þarna,biskup, nunna, lögga,,geisha og fleira, ætla setja inn myndirnar, þær segja allt sem segja þarf!En jæja er farin að lesa...
Ciao!!!!!!!

sunnudagur, maí 13, 2007

Júróvisjón!!!!!!

Af því að ég er svo mikið júróvisjónnörd þá verð ég aðeins að tjá mig um þessa keppni því ég var ekkert smá svekkt yfir því að við hefðum ekki komist áfram í undankeppnina (þó ég hafi nú vitað það innst inni)!!Það virðist ekki hafa dugað til þó að við höfum kosið Ísland,en það þó hafa að minnsta kosti komið 2 atkvæði frá Spáni!! Og ok hvað var svo málið með það að öll verstu löndin komust áfram??? Finnst að það ætti að reka öll Austur Evrópu löndin úr keppninni þar sem þó kjósa bara sín á milli sem er mjög ósanngjarnt gagnvart til dæmis litla Íslandi sem enginn man eftir!!! Ég er eiginlega bara komin á þá skoðun að Ísland eigi að hætta að taka þátt því það er alveg augljóst að við munum sitja föst í þessari undankeppni næstu árin og alltaf svekkja okkur jafn mikið á því.
Annars varnú alveg ótrulega lítill áhugi almennt hjá fólki hérna fyrir keppnina og sumir vissu ekkert hvað ég var að tala um þegar ég spurði fólk hvort það ætlaði ekki að horfa á hana! Tókst nú samt að smala saman nokkrum til að horfa á keppnina heima hjá mér á fimmtudag og svo hittumst aftur á laugardeginumheima hjá Katrinu þar sem voru eins og svo oft áður þjóðverjar í meirihluta haha.
Og svo langar mig bara að koma því á framfæri svona í endann og gera ykkur svolítið öfundsjúk að hitastigið hér þessa dagana er yfir 30 gráður svo mín er bara komin með ágætis lit á sig en læt nú það ekki duga því ég ætla mér að standa undir nafni og koma svör heim!!! ;) Múhahahahahahaha!


mánudagur, maí 07, 2007

Nú tekur alvaran við...

eftir skemmtilega helgi, því hún Valla sæta í Sevilla og hennar "flatmates" komu hingað til Valencia yfir helgina og var tímanum eytt að mestu leyti flatmagandi á ströndinni enda kemur ekki annað til greina þegar veðurguðirnir leyfa sér að vera í góðu skapi :) Þess á milli kíktum við á djammið enda mikilvægt að sanna að Valencia sé ein mesta partýborgin á Spáni og já ég held það hafi bara tekist ágætlega upp! Fórum niður á höfn þar sem er allt umstangið í kringum Americas Cup og átti þar sér stað súrealískasta atvik helgarinnar og ég er ennþá að hlæja að því að einhver fékk þá snilldarhugmynd að fara í stólaleik (hver man ekki eftir því úr barnaafmælum hér í gamla daga) og þar sem við höfðum enga tónlist hóf hún Valla snillingur upp raust sína og tók nokkra slagara með Bubba...hahahaha höfum örugglega verið eins og einhverjir geðsjúklinar þarna en það var allavega gaman! :)
Svo gerðist það nú að síminn minn sem er búin að endast mér í meira en 3 ár, hann bara dó sisona! Hann var nú reyndar orðin svoldið bæklaður greyið, vantaði á hann 2 takka og ég var alltaf með mjóa hárspennu eða penna til að ýta á hann í staðinn fyrir takkana, svo það var alveg tími til komin að fá sér nýjan! Og ég fann líka þennan fína síma með bleikum tökkum, er hægt að biðja um eitthvað meira??!!!

En jæja það bíður mín hrúga af spænskum bókmenntum sem ég er að reyna koma mér til að lesa...
Setti inn myndir frá helginni sem þið getið skoðað!!!
Bæjó

föstudagur, apríl 27, 2007

Ay ay ay!!!!


Ég ætla greinilega aldrei að læra af reynslunni.... því mér fannst það alveg stórgóð hugmynd hjá henni Kathrinu að skella á okkur ströndina núna um daginn þar sem það hittir einhvern veginn alltaf þannig á að það er gott veður á virkum dögum þegar við erum í skólanum en skýjað um helgar þegar maður er í fríi! Virkilega óréttlátt...og þar af leiðandi fór ég í fyrsta skipti formlega í sólbað á ströndinni á þriðjdagsmorgun, sem var bara mjög fínt þar sem það var eiginlega enginn þarna nema við og einhver gamallmenni. Til þess að fá nú örugglega einhvern lit þá var ekkert verið að maka neinni sólavörn á sig ó nei heldur "tanning oil for deeply dark skin" hummm... þó að ég hafi nú oft verið kölluð sigga nigga þá var kannski aðeins of mikil bjartsýni í gangi því DIOS MÍO eftir 4 tíma þá leit ég út eins og steiktur tómatur í framan!!!!! Hef aldrei á ævinni orðið svona hriiiikalega brunnin í andlitinu, var eins og þegar Linda var upp á sitt besta í Guate og þá er nú mikið sagt! Leið eins og fífli þegar ég fór í skólann eftirá og skipti engu þó ég makaði á mig meiki og púðri úff þetta var hrikalegt! Sólin hérna er greinilega mjög MJÖG sterk og það versta er að maður gerir sér ekki grein fyrir því þegar það er vindur því þá finnur maður ekkert fyrir hitanum.
Hérmeð afsanna ég fyrri fullyrðingar um að "ég brenni aldrei!!"

Og hananú!

sunnudagur, apríl 22, 2007

Ég held ég þurfi að fara skipuleggja mig...

Það er að segja ef ég ætla mér að ná þessum blessuðu prófum, þau eru nú að vísu ekki fyrr en í júní en tíminn líður alveg óhugnalega hratt og ég kannski ekki búin að vera svo duglegasta að læra hingað til og þann 4.júní byrjar stuðið og ég fer í 4. póf i 4 daga í röð sem mér finnst alveg hryllilega tilhugsun og ómannúðlegt og efast um að ég muni lifa það af!!!! Eftir það bætast svo 2 við en allavega með nokkra daga millibili, THANK GOD!!!
Er annars einhver þarna úti sem vill einhver kenna mér spænska setningarfræði á NOTIME, því ég hvorki skil hana og mér finnst hún hundleiðinleg!!! Svo verður farin ERASMUS ferð til Ibiza í lok maí svo það er alveg nóg að gera, hef sko engan tíma fyrir skóla! En þetta reddast alltsaman, hef engar áhyggjur af því :D
Og nú er það komið á hreint, ég er búin að panta mér miða heim þann 22.júní svo takið daginn frá til að fagna heimkomu minni!!!!!!!Annars allt gott að frétta, Kenza snúin komin aftur frá Marokkó svo nú er friðurinn úti hehe neinei segi bara svona. Lendi annars ansi oft í því að vera milliliður í þessari sambúð okkar þriggja þar sem Kenza þolir ekki kærasta Monicu (þessi ítalska, jú hún var semsagt til eftir allt saman hehe) og þau þola hana ekki þvi hún gerir aldrei neitt svo ég fæ að hlusta á baktal úr báðum áttum..stórskemmtilegt alveg!En nóg um það því rétt í þessu er hún Linda mín að færa mér þær gleðifréttir að hún ætli kannski að koma að heimsækja mig núna i maí!!!!!! Jejjjjjjjjj!!! Linda það verður æði ef þú kemur!!! Einhverjir fleiri sem vilja koma í heimsókn?? Ekki láta einhverja þjófasögur stoppa ykkur, held að íbúðin mín sé alveg örugg hehe ;)

mánudagur, apríl 16, 2007

Andalúsía!!!!!!!!!

Nú held ég að það sé komin tími á smá updeit en ástæðan fyrir því að þið hafið ekkert heyrt frá mér er er að ég er búin að vera ferðast um Andalúsíu en fyrir þá sem ekki vita er Andalúsía hérað á Suður Spáni. Upphaflega var nú ætlunin alltaf að fara til Madrid eins og ég var búin að nefna áður en vegna þess að við fundum enga gistingu þar þá breyttum við aðeins planinu, Madrid fær bara að bíða aðeins ;) Við forum 4 saman, ég, Lilja Hrönn, Kjersti (Hjalti) og Petra ítölsk vinkona hennar.Þar sem það er búið að vera frekar hráslagalegt hérna i Valencia bjuggumst við við kannski aðeins meira hita og smá sól í suðri og því var mest pakkað niður af léttum fötum og en sem betur fer var ég nú gáfuð að taka regnhlífina mína með því maður veit nú aldrei og jújú það rignidi nú bara meira og minna allan tímann og skítakuldi!
Við byrjuðum allavega á því að fara til Granada sem er alveg ótrulega skemmtilegur staður og mikil arabísk áhrif þar sem sjást til dæmis á mörgum húsunum. Ótrulega gaman að labba þar um og skoða í litlar arabískar búðir sem selja allaskonar smáhluti og svo fórum við í svona tehús þar sem við sátum i rökkri með kertaljós og arabískt gaul undir..alveg ótruleg spes og gaman! Daginn eftir tókum svo ég, Hjalti og Petra rútu til að skoða lítið fjallaþorp eða „pueblo blanco“ sem ég verð að viðurkenna að ég man ekki nafnið á en þar eru allavega bara svona lítil hvít hús þar sem er alveg týpiskt fyrir Andalúsíu. Svo ef maður er í stuði og með rétta útbúnaðinn er hægt að labba á milli fleiri svona þorpa en þar sem það var bæði rigning og ég ekki í bestu skónum (sem er nú ekkert nýtt!!)þá ákváðum við að sleppa því. Næst var svo ferðinni heitið til Córdoba sem er miklu minni en Granada og kannski aðeins meira svona túristapleis en þar er einmitt allt í svona arabískum stíl og ótrulega gaman að labba um pínulitlar þröngar göturnar. Skoðuðum til dæmis dómkirkjuna þar sem er blanda af moskvu og kristinni kirkju og er víst sú eina þannig í heiminum. Þar sem við vorum svo komin með nóg af rútu og lestarferðum í bili ákváðum við að stoppa 2 daga í Córdoba og meðal annars til að halda upp á afmælið hennar Lilju á föstudegunum þrettánda! Gerðust nú samt engir stórskandalar þann dag!
Síðasti áfangastaður ferðarinnar var svo Sevilla þar sem við hittum hana Völlu úr spænskunni sem var alveg ótrulega gaman og þar sem við Lilja vorum nú alveg kominmeð nóg af að túristast þá ákváðum við bara að taka því rólega of nutum þess að láta sólin skína á okkur, POR FIN!!!! Stoppið var nú allt of stutt því í gærkvöldi þurftum við að taka lestina baka til Valencia og í þetta skiptið gátum við nú loksins sofið eitthvað enda höfðum við rúm í klefunum okkar, sem var bara algjör lúxus miðað við fyrri ferðamáta!!!
Ég er allavega alveg að fýla Suður-Spán , ágætis tilbreyting að komast úr borginni og fara í rólegheitin, fólkið er líka svo ótrulega afslappað og opið og svo er spænskan þar líka svo flott...ætla fara æfa mig að tala með Andalúsíuhreim og sleppa öllum s-hljóðum!! :D
En jæja best að fara skella inn öllum mydnunum og reyna klára þess a æðislegu skemmtilegu rigerð mína um indjánaorð í spænskri tungu!!!!!
!Adiós!

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Eg er enntha í smá sjokki...

...thví vid urdum fyrir theirru midur skemmtilegri reynslu ad vera raend i gaer og tha er eg ekki ad tala um ut a gotu heldur i íbudinni sem vid vorum i med mommu og pabba og that um midjann dag! Vid vorum ekki heima a milli 2 og 9 og a thessum tíma virdist einhverjir hafa komist inn og tha líklegast med lykli (sem mér finnst bara creepy!!!) og aldeilis komist i feitt tví nýja talvan mín var tekin (ég vissi that ad mer er ekki aetlad ad eiga tolvu!!), nyrri leikjatolvu sem Gunni hafdi keypt daginn ádur og var ennthá í kassanum, nyjum jakkafotum sem hann hafdi keypt, nyjum og rándyrum headphonum, webcam, hledslutaekjum, rakvel, minniskubbi, úri, gleraugum, 2 snyrtitoskum og meira segja einhevrju smotterí eins og og 3 raudvinsfloskum og einum poka af kúlusúkki!! Svo var tekid dvd og geislaspilari sem tilheyrdu íbudinni en vid lentum adalega í thessu. Viljidi spá?!!! og that um midjann dag líklegast. Thetta eru svosem allt hlutir sem haegt er ad fa borgada i gegnum tryggingar en thatsem eg er mest svekkjandi er til daemis ad missa allar myndirnar sem eg hef tekid og spólu úr videocamerunni sem var búid ad taka full á, glósur sem voru í tolvutoskunni og ritgerd sem eg er buin ad vera skrifa og tharf ad skila eftir paska aarrg pirr pirr!!!!!!!!!! Og svo tóku their passann hans gunna svo nú lýtur út fyrir ad hann komist ekki heim á laugardaginn og thar sem allt er lokad nuna yfir páskana tha getur hann ekki talad vid raedismanninn her fyrir thann tima og einhvert algjort vesen svo madur spyr sig hvernig endar thetta eiginlega???!!!!
Núna langar mig mest eiginlega bara til ad fara heim til litla verdada Íslands og var jafvel ad spa i ad koma heim yfir paskana med familíunni en that kostar nú sitt :(
Annars fyrir utan thetta tha erum vid buin ad hafa that mjog fínt og vid búin ad skoda that sem merkilegt er ad sja her og fórum á laugardeginum í ferd sem var uppfull af dómurum sem til Gandía sem er thorp rétt fyrir utan Valencia og skodudum okkur thar um og ég smakkadi í fyrsta skipti alvoru paellu enda getur madur ekki sagst hafa verid í Valencia án thess ad hafa smakkad hana!
En jaeja aetlui vid reynum ekki ad gera bara gott úr thví sem eftir er, that thydir ekkert annad, vonum bara ad sólin fari ad láta sjá sig meira enda er vedris ískyggilega íslenskt hérna thessa dagana ! :)

mánudagur, mars 26, 2007

Jej!!!!

Nú er hann Gunni minn að koma til mín á morgun og svo mamma og pabbi á fimmtudaginn, einhvern veginn grunar mig að mín verði ekki dugleg að mæta í skólann næstu daga ;)
Páskafríið hér byrjar nebblega ekki fyrr en 9. apríl en þá verða þau farin og er þá planið að fara til Madrid í nokkra daga, hef aldrei farið þangað og held það verði ógisslega gaman!!!
Bíð spennt núna eftir að fá páskaegg umm namm namm enda er íslenskt nammi eitt af því sem ég sakna mest þessa dagana, draumur, tromp, þristur.... svona gæti ég haldið lengi áfram er líka byrjuð að slefa á lyklaborðið!!!!
Og eitt að lokum,þið megið alveg vera duglegri við að commenta, POR FAVOR eða er kannski enginn sem nennir að lesa þetta bull í mer, ja maður spyr sig!!
Jæja ætla fara koma mér í rúmið..
Ciao

þriðjudagur, mars 20, 2007

Sprengjur og blóm handa María mey...






Jæja nú er las Fallas hátíðin búin og komið meira en nóg flugeldum og sprengjum allan sólahringinn. Þetta er svoldið eins og að hafa gamlárskvöld 5 daga í röð í sambland við þjóðhátíð í eyjum...já spánverjar kunna svo sannarlega að skemmta sér og þeim finnst líka rosalega gaman að kasta sprengjum út um allt, miklu verra heldur íslendingar nokkurntíma á gamlárskvöldi!!
Í gær var aðalkvöldið þar sem fallurnar voru brenndar, öll þessi vinna og allt til einskis! Það tekur listamenninna alveg ár og búa til svona fallur og svo ert þetta bara allt brennd!
Annars snýst þessi hátið ekki bara um það að vera með flotta flugeldasýningar og læti heldur eru fallerur sem fara og færa risastóru líkneski af Maríu mey blóm sem hún er svo skreytt með. Alla helgi vorusemsagt fallerur í skrúðgonugm í þessum sérstöku falleru búninugm að labba með blómvendi . Þær voru alveg frá nokkra mánaða og upp úr og maður svo margar grátandi og maður var ekki alveg að fatta afhverju en þá er þetta víst svo mikill heiður að vera valin til að vera falla.
Á kvöldin breyttist svo allt í risa útipartý og tónleikar og dj-ar að spila út á götunum og svaka fjör allstaðar, mjög gaman. Hef aldrei á ævi minni upplifað jafn mikið troðning og hélt virkilega í gær að við myndum troðast undir!!
Annars var rosalega kalt og hvasst í gær og þegar verið var að kveikja í einni fallunni þá fuku eldflögur um allt og fólk þurfti að flýja undan þeim, sá það líka í fréttunum að það höfðu nokkrar fallur brotnað því það var svo hvasst.
En núna er allt dottið í dúnalogn og ég þarf víst að fara mæta í tíma ohhh...er allavega búin að setja inn fullt af myndumn sem þið getið skoðað!




sunnudagur, mars 11, 2007

"I´m so lucky lucky...!"

Siggligg og Lilja Hrönn á góðri stund!


Er með þetta ógedslega lag á heilanum, "Im so lucky lucky lucky I´m so lucky lucky ", heyrist því midur allt of mikið hérna ALLTAF, ALLSTAÐAR og bwaaa er ad gera mig geðveika!!


En annars er ég nú bara soldið heppin því ég fór á keypti mér splunkunýja tölvu í gær sem kostadi ekki mikinn pening og er med innbyggða myndavél svo nú geta allir séð hvað ég er sæt sem tala við mig á skype eða msn :) Er að vísu eitthvad problem með msnið veit ekki alveg afhverju en reyni ad koma því í lag sem fyrst!


Var búin að minnast á las Fallas og er búin ad fara tvisvar að sjá la mascleta sem er núna á hverjum degi klukkan 2 á ráðhústorginu. Þá eru sprengdir upp flugeldar sem ég skil eiginlega ekki alveg afhverju þeir gera þad á miðjum degi því það sést ekki neitt enreykurinn getur verið í allskonar litum. Hávaðinn er alveg svakalegur og eiginlega þarf maður ekki að fara niðri í bæ til að heyra hann, heyrist allavega vel hjá mér svo það þýðir lítið að ætla sofa frameftir þessa dagana! Svo er verid ad setja upp Fallas í götunum sem eru risastórar pappadúkkur og á lokakvöldinu er þetta svo allt brennd. Svo eru sérstakir búningar í kringum þetta, maður sér konur í einhverjum voða fyrirverðamiklum kjólum og með hárid greitt alveg spes.


Annars gengur lífið hér bara sinn vanagang, ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei á ævinni kynnst jafn mikid af þýskumælandi fólki eins og hér. Hljómar kannski undarlega þar sem ég er á Spáni en meirihlutinn af erasmus krökkunum hérna eru þjóðverjar eða frá austurríki og það liggur við að maður vilji fara rifja upp það litla sem ég lærði í þýsku og er löngu gleymt og grafið.


Er annars að fara út núna að sjá eitthvað flugeldadót, ætla svo að setja inn myndir,


Auf wiedersehen!