Ný bloggsíða í S-Ameríku
Við erum komin með nýja bloggsiðu:
Þið ýtið bara á linkinn hérna fyrir neðan....
www.travelpod.com/members/aventura
Allir að kommenta takk :D
Við erum komin með nýja bloggsiðu:
Gunni var kominn með mikið skegg núna undir restina...
Mexíkansku matur mmmm nammi namm!
Uppi á Montserrat í sól og blíðu
Í gærkvöldi fórum við út að borða með fólki úr skólanum hans Gunna sem var mjög gaman. Kannski ekkert frásögu færandi nema þegar við vorum að labba heim þá mætum við pari sem voru örugglega sígaunar og þau stoppuðu okkur og byrjuðu eitthvað að babla um að honum vantaði belti. Vorum reyndar ekki alveg að fatta fyrst hvað þau voru að meina þar sem þau sögðu nú aldrei orðið belti en voru í staðinn með voða leikræn tilþrif og maðurinn tók um buxnastrenginn á Gunnar til að sýna að honum vantaði eitthvað til að halda buxunum sínum uppi. Og við alveg gjörsamlega glórulaus og virkilega reyna pæla hvar hann gæti nú keypt belti haha...svo löbbuðum við nú bara heim á leið og pældum ekki meira í því fyrr en Gunni fattaði að hann væri ekki með veskið á sér. Þá hefur gaurinn laumað hendinni í vasann hjá Gunnari og tekið veskið hans. Sem betur fer var nú enginn peningur í því bara 3 kort sem við létum loka strax. Þannig þau græddu nú ekki mikið á þessu en í staðinn lendum við í einhverju leiðindaveseni. En já það hefði nú getað verið verra, við vorum bara svo svekkt út í okkur að láta þetta gerast, alveg týpiskir túristar haha.
Jebb Sigga komin aftur til Spánarveldis, soldið skrítið, fannst eiginlega bara eins og það hefðu verið mörg ár síðan ég var hérna síðast.
Við vorum svo menningarlegar í dag og fórum að skoða La Sagrada Familía
Var að skella inn nokkrum nýjum myndum, endilega tékkið á þeim! :)
Kisu fannst ég í svo flottum stígvélum
Það er nú ekki hægt að neita því að manni brá soldið þegar ég fór inn á mbl.is og sá að nokkir hefðu verið handteknir vegna fyrirhugaða hryðjuverka árása hér í borg. Gerð var húsleit í Raval hverfinu þar sem við vorum einmitt á hosteli núna þegar við komum fyrst!! Annars virðist fólk nú vera sallarólegt yfir þessu öllu saman og það er allavega gott að þetta hafi verið stoppað af!!!
Ég að borða RISA jarðaber inn á herberginu okkar
Þessi mynd er tekin í gotneska hverfinu við La Catedral
Ekki örvænta þó að þið hafið ekki náð í okkur í síma, við erum nefnilega komin með spænsk númer..mitt er 620880905 og Gunna 620880831. Og svo muna 34 fyrir framan :)
Því litli vitleysingurinn minn er komin til að gera allt vitlaust eins og sést á meðfylgjandi mynd:
Og hvað get ég sagt, það er bara búid vera rosalega gaman hja okkur, mikið farið á ströndina, mikið djammað og mikið verslað ...eitthvað mikilvægara en það þegar maður er í fríi á Spáni?? Nei held ekki ;)
Sjáumst um helgina!!!!!!!!
Eftir góða prófasyrpu þessa vikuna þar sem ég er búin að faraí 4 próf dag eftir dag og já þó að ég efaðist um að ég myndi hafa það af þó tókst mér það (svo er nú bara að sjá hvernig árangurinn verður eheehh..) En það er allt hægt með nógu miklu kaffiþambi og of stórum sykurskammti, og svo er heldur ekkert svo slæmt að sitja út á svölum og fá smá lit á sig í leiðinni ;)
Ég get svarið það að ég er ofsótt af Rauða krossinum hérna...!!! Það vill nefnilega svo til að það er spítali hérna hliðina á húsinu (og meira segja annar á móti sem getur komið sér vel ef eitthvað kemur upp á!) og já á hverjum einasta degi er þarna fólk í rauðum vestum að stoppa fólk sem gengur framhjá hvort það vilji ekki ganga til liðs við rauða krossinn. Þetta kemur sér mjög illa fyrir mig þar sem ég labba þarna framjá mörgum sinnum á dag og þarf alltaf að labba framjá í flýti og forðast augnsamband eða þá eins og ég geri stundum að taka mér krók til að lenda ekki í klónum á þeim. En ansi oft ná þau að stoppa mig og ég þarf alltaf að segja, nei ég er ekki héðan blablabla og er orðin nett pirruð á þessu því það er alltaf sama fólkið að stoppa mig og ég veit ekki hvað ég er búin að þurfa hlusta sömu ræðuna aftur og aftur og hvað ég þarf alltaf að segja það sama!! Leave me alone!!!
Ég þjáist af einbeitingaskorti þessa dagana vegna hita og því freistast maður ansi oft til að skella sér á ströndia í stað þess að sitja inni að lesa...með þessu áframhaldi er ég ekki að fara ná neinum prófum, en ég ætla verða alveg rosalega dúlleg á morgun (segi það reyndar á hverjum degi híhí) Með hækkandi sól fylgja ýmsir óboðnir gestir eins og til dæmis þessar helv**** moskítuflugur sem eru að gera mig geðveika!!! Núna um daginn sofnaði ég ekki fyrr en rúmlega 6 vegna þess að ég heyrði alltaf suð í eyrunum á mér og þurfti alltaf að vera kveika ljósið til að reyna drepa þær en það gékk nú ekkert alltof vel hjá mér. Og vandamálið er ekki það að þær bíti mig(virðist ekki hafa bragðgott blóð) heldur er þetta suð sem er alveg ótrulega pirrandi!!!) Og út af þeim þá get ég ekki sofið með opin gluggan svo það er alltof heitt inn i herberginu mínu og þess vegna á ég líka mjög erfitt með að sofa þessa dagana. Kannski maður kaupi sér viftu? Já kannski bara!Nú er hún Monica ítalska stelpan sem bjó með mér farin svo ég sit eftir með prinsessunni henni Kenzu, frábært! Jæja það eru nú bara tæpar 5 vikur í að ég komi heim, hlýt að lifa það af!Annars í gær var tekin smá pása frá próflestri og ég fór í grímuparty heim til Lilju og auðvitað klæddi ég mig upp sem víkingur, að vísu var ég nú bara með víkingahatt og fléttu í hárinu en það dugði alveg til! Annars var nú nokkuð skrautlegt lið þarna,biskup, nunna, lögga,,geisha og fleira, ætla setja inn myndirnar, þær segja allt sem segja þarf!En jæja er farin að lesa...
Af því að ég er svo mikið júróvisjónnörd þá verð ég aðeins að tjá mig um þessa keppni því ég var ekkert smá svekkt yfir því að við hefðum ekki komist áfram í undankeppnina (þó ég hafi nú vitað það innst inni)!!Það virðist ekki hafa dugað til þó að við höfum kosið Ísland,en það þó hafa að minnsta kosti komið 2 atkvæði frá Spáni!! Og ok hvað var svo málið með það að öll verstu löndin komust áfram??? Finnst að það ætti að reka öll Austur Evrópu löndin úr keppninni þar sem þó kjósa bara sín á milli sem er mjög ósanngjarnt gagnvart til dæmis litla Íslandi sem enginn man eftir!!! Ég er eiginlega bara komin á þá skoðun að Ísland eigi að hætta að taka þátt því það er alveg augljóst að við munum sitja föst í þessari undankeppni næstu árin og alltaf svekkja okkur jafn mikið á því.
eftir skemmtilega helgi, því hún Valla sæta í Sevilla og hennar "flatmates" komu hingað til Valencia yfir helgina og var tímanum eytt að mestu leyti flatmagandi á ströndinni enda kemur ekki annað til greina þegar veðurguðirnir leyfa sér að vera í góðu skapi :) Þess á milli kíktum við á djammið enda mikilvægt að sanna að Valencia sé ein mesta partýborgin á Spáni og já ég held það hafi bara tekist ágætlega upp! Fórum niður á höfn þar sem er allt umstangið í kringum Americas Cup og átti þar sér stað súrealískasta atvik helgarinnar og ég er ennþá að hlæja að því að einhver fékk þá snilldarhugmynd að fara í stólaleik (hver man ekki eftir því úr barnaafmælum hér í gamla daga) og þar sem við höfðum enga tónlist hóf hún Valla snillingur upp raust sína og tók nokkra slagara með Bubba...hahahaha höfum örugglega verið eins og einhverjir geðsjúklinar þarna en það var allavega gaman! :)
Það er að segja ef ég ætla mér að ná þessum blessuðu prófum, þau eru nú að vísu ekki fyrr en í júní en tíminn líður alveg óhugnalega hratt og ég kannski ekki búin að vera svo duglegasta að læra hingað til og þann 4.júní byrjar stuðið og ég fer í 4. póf i 4 daga í röð sem mér finnst alveg hryllilega tilhugsun og ómannúðlegt og efast um að ég muni lifa það af!!!! Eftir það bætast svo 2 við en allavega með nokkra daga millibili, THANK GOD!!!
Nú held ég að það sé komin tími á smá updeit en ástæðan fyrir því að þið hafið ekkert heyrt frá mér er er að ég er búin að vera ferðast um Andalúsíu en fyrir þá sem ekki vita er Andalúsía hérað á Suður Spáni. Upphaflega var nú ætlunin alltaf að fara til Madrid eins og ég var búin að nefna áður en vegna þess að við fundum enga gistingu þar þá breyttum við aðeins planinu, Madrid fær bara að bíða aðeins ;) Við forum 4 saman, ég, Lilja Hrönn, Kjersti (Hjalti) og Petra ítölsk vinkona hennar.Þar sem það er búið að vera frekar hráslagalegt hérna i Valencia bjuggumst við við kannski aðeins meira hita og smá sól í suðri og því var mest pakkað niður af léttum fötum og en sem betur fer var ég nú gáfuð að taka regnhlífina mína með því maður veit nú aldrei og jújú það rignidi nú bara meira og minna allan tímann og skítakuldi!
...thví vid urdum fyrir theirru midur skemmtilegri reynslu ad vera raend i gaer og tha er eg ekki ad tala um ut a gotu heldur i íbudinni sem vid vorum i med mommu og pabba og that um midjann dag! Vid vorum ekki heima a milli 2 og 9 og a thessum tíma virdist einhverjir hafa komist inn og tha líklegast med lykli (sem mér finnst bara creepy!!!) og aldeilis komist i feitt tví nýja talvan mín var tekin (ég vissi that ad mer er ekki aetlad ad eiga tolvu!!), nyrri leikjatolvu sem Gunni hafdi keypt daginn ádur og var ennthá í kassanum, nyjum jakkafotum sem hann hafdi keypt, nyjum og rándyrum headphonum, webcam, hledslutaekjum, rakvel, minniskubbi, úri, gleraugum, 2 snyrtitoskum og meira segja einhevrju smotterí eins og og 3 raudvinsfloskum og einum poka af kúlusúkki!! Svo var tekid dvd og geislaspilari sem tilheyrdu íbudinni en vid lentum adalega í thessu. Viljidi spá?!!! og that um midjann dag líklegast. Thetta eru svosem allt hlutir sem haegt er ad fa borgada i gegnum tryggingar en thatsem eg er mest svekkjandi er til daemis ad missa allar myndirnar sem eg hef tekid og spólu úr videocamerunni sem var búid ad taka full á, glósur sem voru í tolvutoskunni og ritgerd sem eg er buin ad vera skrifa og tharf ad skila eftir paska aarrg pirr pirr!!!!!!!!!! Og svo tóku their passann hans gunna svo nú lýtur út fyrir ad hann komist ekki heim á laugardaginn og thar sem allt er lokad nuna yfir páskana tha getur hann ekki talad vid raedismanninn her fyrir thann tima og einhvert algjort vesen svo madur spyr sig hvernig endar thetta eiginlega???!!!!
Nú er hann Gunni minn að koma til mín á morgun og svo mamma og pabbi á fimmtudaginn, einhvern veginn grunar mig að mín verði ekki dugleg að mæta í skólann næstu daga ;)
Siggligg og Lilja Hrönn á góðri stund!