Sigga & Gunni í Barcelona!!

föstudagur, apríl 04, 2008

Gestagangur í Barcelona


Í Gaudí garðinum



Nú verður maður líklega að fara taka upp skólabækurnar að nýju eftir 2 heimsóknir hér síðustu daga. Mamma og pabbi voru hér um helgina og náðu að skoða flest allt sem vert er að sjá hér á mettíma. Svo fór Kathrin heim í gær eftir að hafa verið hérna í viku.
Það er búið að vera æðislegt veður hér í vikunni og ég er búin að liggja á ströndinni 4 daga í röð og því ekki lengur eins og næpa! En það er líka bara mánuður til stefnu svo nú er um að gera að grilla sig fyrir heimkomuna í maí! Í leiðinni virðist ég hafa náð mér í eitthvað leiðindakvef því ég er með hálsbólgu og hor...skemmtileg blanda!
Svo kemur hún Sunna til mín á mánudag og verður í tvo daga, þannig að þá breytist ég í leiðsögumann enn og aftur, kannski þetta sé bara framtíðarstarfið? Allavega gaman þegar einhver nennir að heimsæka mann :)
Og já Nanna þú varst að spyrja mig um emailið mitt það er see2@hi.is
Jæja, farin á bókasafnið og svekkja mig á því að það verði ekkert sólbað í dag!


1 Comments:

At apríl 06, 2008 1:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja! um að gera að vera tilbúin, þetta verður snilldarleg ferð allt sem gert á 2 vikur tekið á 2 dögum! sólbað, versla og smá skrall :D

 

Skrifa ummæli

<< Home