Nú tekur alvaran við...
eftir skemmtilega helgi, því hún Valla sæta í Sevilla og hennar "flatmates" komu hingað til Valencia yfir helgina og var tímanum eytt að mestu leyti flatmagandi á ströndinni enda kemur ekki annað til greina þegar veðurguðirnir leyfa sér að vera í góðu skapi :) Þess á milli kíktum við á djammið enda mikilvægt að sanna að Valencia sé ein mesta partýborgin á Spáni og já ég held það hafi bara tekist ágætlega upp! Fórum niður á höfn þar sem er allt umstangið í kringum Americas Cup og átti þar sér stað súrealískasta atvik helgarinnar og ég er ennþá að hlæja að því að einhver fékk þá snilldarhugmynd að fara í stólaleik (hver man ekki eftir því úr barnaafmælum hér í gamla daga) og þar sem við höfðum enga tónlist hóf hún Valla snillingur upp raust sína og tók nokkra slagara með Bubba...hahahaha höfum örugglega verið eins og einhverjir geðsjúklinar þarna en það var allavega gaman! :)
Svo gerðist það nú að síminn minn sem er búin að endast mér í meira en 3 ár, hann bara dó sisona! Hann var nú reyndar orðin svoldið bæklaður greyið, vantaði á hann 2 takka og ég var alltaf með mjóa hárspennu eða penna til að ýta á hann í staðinn fyrir takkana, svo það var alveg tími til komin að fá sér nýjan! Og ég fann líka þennan fína síma með bleikum tökkum, er hægt að biðja um eitthvað meira??!!!
En jæja það bíður mín hrúga af spænskum bókmenntum sem ég er að reyna koma mér til að lesa...
Setti inn myndir frá helginni sem þið getið skoðað!!!
Bæjó
5 Comments:
Þetta er nú bara met að eiga síma í 3 ár, ekki hefur mér tekist það og í raun ótrúlegt að þér hafi tekist það. Einhver tíman í gamla daga áttiru síma rétt yfir helgi svo var hann týndur. Svo man ég líka eftir ofursvala símanum með hlébarðamynstrinu!!haha ;)
Er farin að telja niður dagana og er dauðfegin að Linda ætlar að sækja þig!
Kv. Auður og Freydís María bolla
Takk svo innilega fyrir mig og okkur tessa helgi elsku krúttínan mín. Tad var ædispædi ad vera hjá tér tví tú ert megahóstess :*... svo skemmir Kenzan ekki fyrir...eda jù annars, smá ;) Vonum bara fyrir tína hönd ad ef hún ætlar ad heimsækja tig heim á frón ad "hún finni ekki landid"...hahaha.
Annars held ég ad tad sé ordid nokkud ljóst ad ég vinn keppnina. 32 grádur og heidskírt í dag, heitara á morgun og ég beint uppá svalir til ad vinna tig ;b
Hafdu tad gott elskan mín og verum í bandi :*
SEValla
Oooo... ég var að skoða myndirnar og ég er svooo abbó! Æ, hvað ég hefði viljað vera með ykkur yfir þessa helgi :(. Heyrðu, var ekki einhverntíman pælingin að fara í útskrifarferð saman? Til er ég!
Tinnpinn
Auja:Guð já ég man eftir því þegar ég týndi símanum mínum í Úthlíð fyrstu helgina í júlí 2001, var ekkert smá svekkt og leitaði af honum alla nóttina því ég ætlaði sko að finna hann..hahaha!
SEValla: Vildi bara vara þig við en Kenza lét einhvern vin sinn sem er í Sevilla fá númerið þitt og hann vill alveg endilega kynnast þér...svo ekki svara ef þú sérð eikkað númer sem þú þekkir ekki!!! Annars myndi eg ekki hrósa sigri strax því hér framvegis mun próflesturinn fara fram á ströndinni með babyoil og smá sjávarseltu...whatch out!!!;)
Tinpin: Mér líst mjög vel á þessa hugmynd um útrskriftarferð, var ekki alltaf pæling að fara til Kúbú?? Til er ég! :D
Kúba it is!!! kostar ekkert mikid frá íslandi! Legg til ad vid förum allar ad safn tegar vid komum heim!! Ohh hvad ég hlakka til spaenskuhittings!!! Kisskiss Frá mejico
Skrifa ummæli
<< Home