Sigga & Gunni í Barcelona!!

föstudagur, janúar 18, 2008

La vida en Barcelona...

Ég að borða RISA jarðaber inn á herberginu okkar


La cocina....






Andyrið heim hjá okkur!




Hér búum við á fyrstu hæð!


Loksins fáið þið að sjá nýju heimkynni okkar, stórglæsileg ekki satt?!
Annars bara allt gott að frétta, ég er eitthvað að reyna byrja á B.A. rigerðinni minni á meðan Gunni er alltaf í skólanum, þetta kemur allt saman hægt og bítandi!
Eitt sem maður tekur eftir hérna er hvað það er mikið af túristum, og það er bara janúar þannig það er örugglega mun verra a sumrin!! Tala líka eignilega allir ensku hérna, kemur sér allavega vel fyrir Gunna þegar ég er ekki til að bjarga honum!
Það er ekki hægt að segja að Barcelona sé týpisk spænsk borg (enda vilja þeir ekki meina að þeir tilheyri Spáni heldur einungis Katalóníu!), fólk af öllum þjóðernum hérna og eitt af því sem er svo skemmtilegt við að vera hérna er hvað það eru margar ólíkar týpur . Til dæmis var maður í skrattabúning fyrir framan okkur í röð á kassa í matvörubúð...fullkomlega eðlilegt haha!
Svo er ótrulega gaman að labba um í litlum hliðargötum og skoða í allskyns hönnunarbúðir. Já það er ekki hægt að láta sér leiðast hérna...alltaf eitthvað nýtt að sjá og skoða. En já hef svosem ekkert meira að röfla um í bili...
Until later!





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home