Sigga & Gunni í Barcelona!!

föstudagur, febrúar 01, 2008

...

Var að skella inn nokkrum nýjum myndum, endilega tékkið á þeim! :)
Annars erum við bara hress! Íbúðin okkar er orðin eins og farfuglaheimili, við erum sesmagt 10 manns sem búum hérna núna og svo á nú eftr að bætast aðeins í hópinn í næstu viku þegar Stefanía kemur að heimsækja mig!! Jej! Hún verður bara að sætta sig við það að sofa á dýnu á gólfinu eða milli mín og Gunna haha. Svo fljúgum við saman heim þann 11.febr, jii hvað tíminn flýgur áfram!!!!
Verð að viðurkenna að við erum kannski ekkert búinn að vera neitt voðalega dugleg að skoða söfn eða eitthvað svoleiðis, erum helst dugleg við það að labba römblunna og í gamla bænum, en það er kannski kominn tími á að sjá eitthvað meira en það!
Annars þá er Carneval hérna um helgina og það er víst voða mikið í kringum það og fara margir héðann til Sitgers (veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað!) og Gunni var eitthvað að tala um að allir væru í grímubúningum. Ég keypti mér allavega bláa hárkollu um daginn sem ég sett upp! Erum einmitt að spá í að skreppa til Sitges um helgina til að sjá herlegheitin, (síðast þegar ég vissi var Sitges alræmdur hommabær hehe)
Qué tengais buen fin de semana!!!!!!!! :)

1 Comments:

At febrúar 01, 2008 12:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Maður fær nú smá nostalígu yfir þessum myndum - mæli með að fylgjast með þessu karnivali- það er mjög skemmtilegt. Svo þurfiðið að fara a skoða GAudi Garðinn og kirkjuna hans -og CAsa Mila. Það er líka fullt af flottum hönnunarbúðum í hverfinu fyrir ofan Placa Catalunya - með ekta Barcelona hönnun sem er mjög flott

Hér eru miklar frosthörkur - 10 stiga frost!!!! Góða helgi! Nanna

 

Skrifa ummæli

<< Home