Sigga & Gunni í Barcelona!!

föstudagur, apríl 27, 2007

Ay ay ay!!!!


Ég ætla greinilega aldrei að læra af reynslunni.... því mér fannst það alveg stórgóð hugmynd hjá henni Kathrinu að skella á okkur ströndina núna um daginn þar sem það hittir einhvern veginn alltaf þannig á að það er gott veður á virkum dögum þegar við erum í skólanum en skýjað um helgar þegar maður er í fríi! Virkilega óréttlátt...og þar af leiðandi fór ég í fyrsta skipti formlega í sólbað á ströndinni á þriðjdagsmorgun, sem var bara mjög fínt þar sem það var eiginlega enginn þarna nema við og einhver gamallmenni. Til þess að fá nú örugglega einhvern lit þá var ekkert verið að maka neinni sólavörn á sig ó nei heldur "tanning oil for deeply dark skin" hummm... þó að ég hafi nú oft verið kölluð sigga nigga þá var kannski aðeins of mikil bjartsýni í gangi því DIOS MÍO eftir 4 tíma þá leit ég út eins og steiktur tómatur í framan!!!!! Hef aldrei á ævinni orðið svona hriiiikalega brunnin í andlitinu, var eins og þegar Linda var upp á sitt besta í Guate og þá er nú mikið sagt! Leið eins og fífli þegar ég fór í skólann eftirá og skipti engu þó ég makaði á mig meiki og púðri úff þetta var hrikalegt! Sólin hérna er greinilega mjög MJÖG sterk og það versta er að maður gerir sér ekki grein fyrir því þegar það er vindur því þá finnur maður ekkert fyrir hitanum.
Hérmeð afsanna ég fyrri fullyrðingar um að "ég brenni aldrei!!"

Og hananú!

12 Comments:

At apríl 27, 2007 9:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ástin mín þetta er ég alltaf að segja þér... Núna þarftu bara að maka á þigeinhverju jukki til að kæla þig niður:)

 
At apríl 28, 2007 10:08 f.h., Blogger johann said...

Já Sigga mín, ekki gleyma því að þú ert hvítingi frá Íslandi. Aunque tienes la alma latina, siempre vas a tener la piel blanca, como yo ;) hehe.
Er það ekki annars hreint jógúrt sem á að virka best á bruna?
Bæjó,
Tinna Rós

 
At apríl 28, 2007 10:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

úps, þetta skilaboð var einungis frá mér (er að nota tölvuna hans Jóa, sem er greinilega með einhverjar fastar stillingar).
Tinnpinn

 
At apríl 28, 2007 10:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úfff Sigga sigga sigga!!!
Þú lærir greinilega seint af reynslunni,brennt barn forðast eldinn á greinilega ekki við hjá þér..!
Ég er ekki búin að gleyma ''Deep dark tanning oil'' slysinu hérna um árið sem endaði með ferð upp á slysó!!
Kv. Auður endurskinsmerki

 
At apríl 28, 2007 6:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha já kannski betra að setja á sig eimhverja vörn næst, vil ekki lenda í því aftur að ég flagni öll eins og í sumar og verði flekkótt út um allt... það er sko ekki gaman!!!

 
At apríl 29, 2007 11:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég stend fast vid mína kenningu: "Vörn er fyrir börn" ;) Nú verduru bara ad vera dugleg ad bera á tig after sun og alls konar kremadót til ad koma í veg fyrir flagn. Mundu ad ef rétt er farid ad tá breytist raudkan í brunku. Hlustadu á fagmanninn ;b
Sjáumst á fimmt dúlla,
Valla

 
At apríl 29, 2007 9:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bob Marley og engin sigg ligg! iss pisss bíð spennt eftir heimkomunni!

össs ég trúi þér ekki! sigga nigger brennur ekki!!!

heimta sannanir á digital formi ;)

kveðja og knús frá sun-c

 
At apríl 30, 2007 7:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að setja inn nýjar myndir, að vísu ekki að mér brenndri enda ákvað ég að það væri skemmtilegra að hafa myndir af mér brúnni heldur en rauðri hehe :)
Og jújú mín er búin að vera dugleg að maka á sig aftersun sem að vísu lyktar ekkert voðalega vel en jæja það verður bara að hafa það!
Svo kannski maður skelli sér bara á ströndina á morgun þar sem það er 1.maí..tilvalið!!

 
At apríl 30, 2007 8:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hola guapetona!
Hmm eitthvað var ég nú búin að missa af þessari sögu, hitti þig meira að segja um helgina og allt en sá nú ekki að þú værir brunnin...kenni nú reyndar alkohólinu um það but hey!

Allavegana, heyrumst og sjáumst skvísa°1

Lilja

 
At maí 02, 2007 11:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sigga mín ég nota númer 30 og er nett brún!!!! hehe en kíktu á bloggið;)
og ég á geggjað krem fyrir sólbruna sem VIRKAR!

 
At maí 04, 2007 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sigga mínn!

Jesús minn - þú ætlar ekki að læra þetta með hvað sólin er sterk - ég get svosem ekki sagt mikið þar sem ég brann hrikalega í Montpellier um árið eftir að hafa hugsað svipað og þú en ég fékk brunasár á andlitið - þar var svakalegt og eftir það fór ég að nota vörn en það þurfti þetta til. Lærðu nú allavega af minni reynslu :)!!!

 
At maí 05, 2007 10:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Sigríður mín, þetta með sólina og þá bábilju að brenna ekki er greinilega í genunum. Ég hef örugglega varað þig við oftar en einu sinni og sagt þér hverning fór fyrir mér í sólbaði á ströndinni í Nice sumarið 1963. Ég lá í sólbaði allan daginn, ekkert krem, sólin svo agnarlítil og langt í burtu, gustur af hafi, en hvað gerðist. Ég varð allur eins og eldhnöttur um kvöldið og rauðglóandi og fékk snert af sólsting og var rúmliggjandi í tvo daga og gat mig hvergi hrært. Þá lærði ég mína lexíu.
Bestu kveðjur að heiman,
Pabbi

 

Skrifa ummæli

<< Home