Sigga & Gunni í Barcelona!!

mánudagur, janúar 14, 2008

Por fin: Við erum komin með íbúð!!!!!!!

Þessi mynd er tekin í gotneska hverfinu við La Catedral

Hús eftir Gaudí

Þessi glæsilega stytta af Kristófer Kólumbus er í götunni okkar Gunna!





Það hlaut að koma að því við finndum eitthvað og við flytjum inn í íbúðina á eftir. Íbúðin er á besta stað við höfnina og þar af leiðandi rétt hjá ströndinni, vonum bara að það komi strandarveður fljótlega ! Gatan heitir Calle de Colón eða Kólumbusargata og er við enda La Rambla aðalgöngugöturnar svo við erum bara alveg á besta stað sýnist mér!



Skoðuðum eina íbúð í gær í Gracia hverfinu sem er mjög skemmtilegt og flott hverfi með nokkrum húsum eftir Gaudí og við heldum að við værum komin með draumaíbúðina og við það að segja já en þá kom í ljós að það voru 3 kettir þar...sem væri reyndar stór plús fyrir mig ef ég væri ekki með ofnæmi! En allavega þá erum við bara mjög sátt með þessa íbúð sem við erum komin með. Í augnablikinu búa þarna 2 strákar og líklegt að það bætist fleira fólk við þar sem það voru 2 önnur laus herbergi.


Og hér koma gleðifréttir fyrir ykkur sem sakna mín alveg rosalega því kem heim 10. eða 11. febrúar út af skólanum og verð til 7.mars sem er alveg rúmar 3 vikur!! Þannig að ekki örvænta, aðeins tæpur mánuður í mig ;)


Er að bæta við nokkrum myndum á myndasíðuna hjá mér og svo fáið þið að sjá hvernig er heima hjá okkur þegar við erum búin að koma okkur fyrir.

Ble ble!





9 Comments:

At janúar 15, 2008 1:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með íbúðina á þessum góða stað. Það hlaut að koma að því. Hafið þið 1 herbergi í þessari íbúð ásamt aðgangi að eldhúsi og baði með öðrum ?
Það var gaman að sjá myndirnar og gaman verður að sjá fleiri.
Héðan er allt gott að frétta og það hefur snjóað hér um helgina.

Bestu kveðjur,
Mamma Ragna og Eggert pabbi

 
At janúar 15, 2008 10:13 f.h., Blogger Sigga said...

Takk takk! Já við erum með sérherrgi sem er nú reyndar ekkert voðalega stórt miðiað við allt draslið sem fylgjir manni!
Svo er sameiginlegt eldús og 2 baðherbergi.
Þetta er svolítið eins og að vera á hóteli, öll herbergi eru númeruð og baðherbergin merkt. Hrein handklæði og rúmföt, við vorum einmitt að velta fyrir okkur hvort það kæmi einhver að þrífa herbergin líka!
Það eru bara ég og Gunni og brasíliski strákurinn og kærasta hans sem eru hérna núna. Dálítið fyndið að ég er búin að tala við hann nokkrum sinnum í síma áður en en við fluttum inn og hélt alltaf að þetta væri kona haha. Erum með sjónvarp á herberginu sem virðist ekki virka...skiptir kannski ekki öllu máli!

 
At janúar 15, 2008 4:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt hjá ykkur, hlökkum til þess að sjá myndir af íbúðinni.Við öfundum ykkur bara smá eða þannig því hér er allt á kafi í snjó og töluvert frost við látum okkur hlakka til þess að koma út um páskana.
Annars er allt gott af okkur að frétta.
Gangi ykkur vel þúsund kossar til ykkar.

Kveðja
Fríða og Alli

 
At janúar 16, 2008 12:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra að þið fenguð íbúð á Calle de Colón eða eins og við infæddu köllum hana, ristilsgatan. Leiðinlegt að heyra með rottuvírusinn vonandi gengur þetta upp hjá þér Gunni minn, mússí múss.
Sigga, hættu að póka þig alla daga á ströndinni, Gunni er orðinn heavý pirraður á þessari leti í þér. Hvað varð um Siggu Súper ?

 
At janúar 16, 2008 10:14 f.h., Blogger Sigga said...

Sigga súper er bara að njóta þess að vera bóhem í heimsborg! Á meðan er Gunni að syrgja nýju rottuvini sína sem skyndilega urðu bráðkvaddir.
Vildi svo sannarlega geta sagt að ég væri að spóka mig á ströndinni alla daga í staðin lít ég út eins og næpa. :(
Við bætum úr því með brúnkukremum fyrir heimkomu mína múhahaha ;)
Sendum hljýjar spánarkveðjur til ykkar allra sem eru að krókna í kuldanum á ÍS-landi!

 
At janúar 16, 2008 6:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úúh...veit svona nokkurnvegin hvar thessi stadur er :D Einn af fáum stödum sem ég hef labbad á í Barcelona hihi :) Búin ad punkta nidur nr. thitt thannig madur bjallar nú kannski í thig :)

Kv. Erla María

 
At janúar 16, 2008 8:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með íbúðina!! Þetta er frábær staðsetning!! alveg dávntávn! Hlakka til að sjá myndir!

 
At janúar 17, 2008 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábær staðsetning ! Til hamingju -þetta hljómar vel! Það er gaman að vera svona við ströndina, eitthvað annað upp á teningnum hér í snjónum - bjó til 2 snjókalla í gær með Maríu, Emilíu og Krumma og fannst ég nú ansi dugleg en kröfurnar frá voru nú að gera 5 stk !!! Ekki mikið um snjókalla hjá ykkur er það ? :)
Hafið það gott :) Nanna

 
At janúar 17, 2008 6:01 e.h., Blogger Sigga said...

haha nei engir snjókallar hér um slóðir en maður er nú ekki alveg laus við veturinn því það búið að vera ansi napurlegt hérna rok og kuldi!
En það yljar manni svo sannarlega að vita að ströndin er hérna rétt hjá ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home