Rauða hættan!!!!
Ég get svarið það að ég er ofsótt af Rauða krossinum hérna...!!! Það vill nefnilega svo til að það er spítali hérna hliðina á húsinu (og meira segja annar á móti sem getur komið sér vel ef eitthvað kemur upp á!) og já á hverjum einasta degi er þarna fólk í rauðum vestum að stoppa fólk sem gengur framhjá hvort það vilji ekki ganga til liðs við rauða krossinn. Þetta kemur sér mjög illa fyrir mig þar sem ég labba þarna framjá mörgum sinnum á dag og þarf alltaf að labba framjá í flýti og forðast augnsamband eða þá eins og ég geri stundum að taka mér krók til að lenda ekki í klónum á þeim. En ansi oft ná þau að stoppa mig og ég þarf alltaf að segja, nei ég er ekki héðan blablabla og er orðin nett pirruð á þessu því það er alltaf sama fólkið að stoppa mig og ég veit ekki hvað ég er búin að þurfa hlusta sömu ræðuna aftur og aftur og hvað ég þarf alltaf að segja það sama!! Leave me alone!!!
Annars er eitt og annað hérna í þessu samfélagi sem kemur mér spánkst fyrir sjónir (í orðsins fylllstu merkingu!!!) Til dæmis er ekki neitt til hérna sem kallast þjónustulund og hér er viðskiptavinurinn algjört aukaatriði. Ég get svarið það að það þyrfti að senda allt spænkst verslunarfólk á sölunámskeið!! Ef maður fer út í matvörubúð þá tekur það yfirleitt mjög langan tíma þar sem fólkið á kössunum er að spjalla sín á milli og kannski dettur allt í einu hug að hringja eitthvað eða byrjar að tjatta við kúnnanna um lífið og tilveruna...hér er sko ekkert til sem heitir stress!!. Lenti í einu fyndnu um daginn út í búð þegar ég keypti mér body lotion sem er nú ekki frásögu færandi nema það að konan á kassanum fór að skoða kremdolluna og spurði :
Er þetta eitthvað nýtt?
Ég: bara veit það ekki...
Hún: Jiii þetta kostar bara ekki neitt!
Ég: ha nei einmitt...
Hún: Ætlaru að opna þetta núna?
Ég: Ha neiii...ekkert frekar?!
Hún: Má ég prófa?
Ég: (Steinhissa) Ha? Jájá...eh..
Hún: Mmmmmm hvað það er góð lykt af þessu (fer með puttana ofan í dolluna og byrjarað maka á sig!) Finndu hvað það er góð lykt af þessu!!
Ég: Ha já mm mjög góð (!!!)
Hún: Jii. Þetta er æðislegt, ég verð að fá mér svona!
Ég:Já er það ekki (Betra heldur en að klára mitt!! )
Jesús viljiði spá! Ég labbaði út hlæjandi og gjörsamlega kjaftstopp. Auðvitað var líka komin þessi þvílika röð fyrir aftan mig af fólki að bíða en enginn virstist vera pirraður á að bíða, fólk virðist vera vant þessu hérna, sé fyrir mér í anda að þetta myndi eiga sér stað á kassa í Hagkaup...hehe nei held ekki, ekki bara það að manneskjan á kassanum yrði örugglega rekin heldur mynti fólk eitthvað fara pirra sig sem væri að bíða!
En jæja svona er Spánn í dag!
3 Comments:
hahaha, guð en ógeðslega fyndið. Ég var ekki búin að heyra af þessu. Þvílíkt ruglfólk þessir spánverjar!
Lilja Hrönn
Þetta er nú alveg ótrúlega fyndið að lenda í !! Nanna
Hahaha, snilld!! já, tad er sama sagan hérna, síminn gengur alltaf fyrir ollu, meira ad segja í bonkum, tú ert bara settur á hold takk fyrir! Aeji gaman, svo langt sídan ég hef farid á blogg rúnt, mikid ad lesa!! Mér fannst besta lagid hafa unnid júró (veit ad tú ert jafn mikid nord og ég ;)), en samt asnalegt med oll hin júgó-sovét londin!! Kisskiss!
Skrifa ummæli
<< Home