Sigga & Gunni í Barcelona!!

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Játningar fíkils:






Eftirfarandi orð kunna að hljóma mjög grunnhyggin og minniháttar í samanburði við vandamál heimsins en samt sem áður er þetta "un mayor problema" fyrir mér!





Það má segja að ég sé komin í einskonar meðferð við fatafíkn og er það ekki af fúsum og frjálsum vilja gert þar sem mér tókst að eyða öllum þeim litla pening sem ég átti (eða ekki átti) hér fyrstu dagana í föt . Í staðin svekkji ég mig núna í hvert skipti sem ég labba frá hjá freistingum eins og H&M því ég veit að ég get ekki keypt neitt. Ég fæ enga vorkunn frá Gunna því hann segir bara "láttu þér þetta af kenningu verða og þú átt líka alveg nóg af fötum!" Kannski er það rétt? Mesta kaldæðnin liggur í því að ef ég hefði ekki keypt svona mikið af fötum áður en ég fór út þá ætti ég núna pening til að kaupa föt! Svekkjandi. Kannski ég þurfi bara að fara gramsa í fataskápnum og athuga hvað er á boðstólnum. Örugglega meira en nóg.
Læt ég mér þetta að kenningu verða og kannski verð ég betri og bætt manneskja fyrir vikið.


Fatafíkillinn

4 Comments:

At janúar 23, 2008 4:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já Sigga hélt hún væri að fara til spánar í skemmtiferð en ekki meðferð.. Það var bara talað um ferð, ekki hvernig ferð...

 
At janúar 24, 2008 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sigga mín, ég ætla nú ekkert að fara að vorkenna þér með fatamálin þín, allavega langt í að það verði skortur á fínum fötum á þínum bæ!! :)
Spurning hvort séu ekki til einhver samtök þarna í stóru borginni, fyrir svona fatafíkla eins og þig ;)??
Kv. Auja

 
At janúar 24, 2008 10:03 e.h., Blogger Sylvía og Árni said...

Hey Gunni, hvar er þessi meðferð sem þú ætlar að senda Siggu í, ég er að spá í að kíkja þangað líka...

 
At janúar 24, 2008 11:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha það hefur verið löng bið að fá að heyra þessa játningu!

kreist og knús til þín sæta

 

Skrifa ummæli

<< Home