Sigga & Gunni í Barcelona!!

sunnudagur, mars 23, 2008

jæja þá...

Uppi á Montserrat í sól og blíðu
Einhver mótmæli í gangi
ég :)
Við fórum í flashdance 80's partý....og dressuðum okkur upp!
Við Gunni og Dalí

ætli það sé ekki komin tími á að maður láti aðeins í sér heyra!

Það er búin að vera gestagangur hjá okkur núna því foreldrar hans gunna eru búin að vera í heimsókn síðan 14. mars og einnig systir Sylvíu.

Erum búin að gera ýmislegt skemmtilegt, t.d. fórum við upp í Montserrat sem er fjall hérna rétt hjá þar sem klaustur sem hægt er að skoða og maður fer með svona kláf til að komast upp í fjallið og útsýnið er mjög fallegt.
Svo varð Gunni 25 ára þann 18.mars svo nú er hann kominn í eldri manna tölu og gráu hárin farin að koma betur og betur í ljós!

Í gær fórum við svo til þorps sem heitir Figueres, er eiginlega við landamæri Frakklands og er fæðingabær Salvador Dalí. Og þar er einmitt safn með frægustu verkum hans sem er mjög gaman að skoða.

Og akkúrat núna eru Gunni og pabbi hans á fótboltaleik, Barcelona-Valladolid og verður spennandi að heyra hvernig hann fer (reyndar er mér nú alveg sama hehe)

Svo virðist ekkert lát vera á vinsældum okkar því nú eru mamma og pabbi að koma á föstudaginn og einnig Kathrin vinkona mín frá Þýskalandi sem ég kynntist í Valencia.
Ég setti inn svo nokkrar myndir á myndasíðuna, koma fleiri síðar!!!!!!

Gleðilega páska!!

2 Comments:

At mars 23, 2008 5:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páska!!!!

 
At apríl 02, 2008 2:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sigga og Gunnar

Til hamingju með afmælið Gunnar! Það sluppu allir við að vera rændir úti í Barcelona þarna um helgina frétti ég :)
Langaði annars Sigga að vita hvert er aftur e mailið þitt ? Ætla að fara að leggja inn á þig fyrir myndunum svo endilega láttu mig vita reikningsnr þitt lika Hafið það gott í spænska vorinu - hér er alltaf jafn kalt .... Nanna

kv. Nanna

 

Skrifa ummæli

<< Home