Sigga & Gunni í Barcelona!!

sunnudagur, janúar 20, 2008

Hryðjuverk í Barcelona...?!

Það er nú ekki hægt að neita því að manni brá soldið þegar ég fór inn á mbl.is og sá að nokkir hefðu verið handteknir vegna fyrirhugaða hryðjuverka árása hér í borg. Gerð var húsleit í Raval hverfinu þar sem við vorum einmitt á hosteli núna þegar við komum fyrst!! Annars virðist fólk nú vera sallarólegt yfir þessu öllu saman og það er allavega gott að þetta hafi verið stoppað af!!!
Það vill svo til að ég er einmitt að skrifa um múslima á Spáni í ritgerðinni minni og samfélagslegar aðstæður þeirra og skoðanir almennings á innflytjendum frá Norður Afríku eftir hryðverkin í Madrid 2004.
En já nóg um það, núna erum við búin að skipta um herbergi, því okkur fannst okkar aðeins of lítið og varla að við kæmust þar fyrir! Núna erum við allavega líka með skrifborð og mun meira pláss þannig að ef einhver ætlar að kíkja í heimsókn þá má troða einni dýnu á gólfið! :)
Löbbuðum aðeins niður á strönd í dag, og maður komst bara í smá sumarfýling, 19 stiga hiti og jú ok smá rok en ekkert hægt að kvarta yfir! :)



4 Comments:

At janúar 21, 2008 4:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, sá þetta einmitt og var hugsað til ykkar!! Krípí!

Spennandi ritgerðarefni! Verð að fá að lesa þegar hún er klár! Gaman að einhver annar skilji ritgerðina manns.. hehe

 
At janúar 21, 2008 5:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, verð að viðurkenna að það fór ónotatilfinning um mig við þessa frétt.
Gott að herbergið var laust, Alli sendir kveðju frá Kína.

Kveðja
Fríða

 
At janúar 21, 2008 7:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég verð nú að segja sigga mín að við erum á réttu pleisunum í vetur
13 gráður og logn hjá mér:)

stormur heima á íslandi....:P

 
At janúar 22, 2008 3:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já manni brá nú svolítið við þessa frétt !! Dálítið óhuggulegt ...

Barcelona er svo frábær af því hún er svo ótrúlega lífleg - einmitt þetta með manninn í skrattabúningnum í röðinni á undan lýsir henni ágætlega ! Ha ha

Nanna

 

Skrifa ummæli

<< Home