Júróvisjón!!!!!!
Af því að ég er svo mikið júróvisjónnörd þá verð ég aðeins að tjá mig um þessa keppni því ég var ekkert smá svekkt yfir því að við hefðum ekki komist áfram í undankeppnina (þó ég hafi nú vitað það innst inni)!!Það virðist ekki hafa dugað til þó að við höfum kosið Ísland,en það þó hafa að minnsta kosti komið 2 atkvæði frá Spáni!! Og ok hvað var svo málið með það að öll verstu löndin komust áfram??? Finnst að það ætti að reka öll Austur Evrópu löndin úr keppninni þar sem þó kjósa bara sín á milli sem er mjög ósanngjarnt gagnvart til dæmis litla Íslandi sem enginn man eftir!!! Ég er eiginlega bara komin á þá skoðun að Ísland eigi að hætta að taka þátt því það er alveg augljóst að við munum sitja föst í þessari undankeppni næstu árin og alltaf svekkja okkur jafn mikið á því.
Annars varnú alveg ótrulega lítill áhugi almennt hjá fólki hérna fyrir keppnina og sumir vissu ekkert hvað ég var að tala um þegar ég spurði fólk hvort það ætlaði ekki að horfa á hana! Tókst nú samt að smala saman nokkrum til að horfa á keppnina heima hjá mér á fimmtudag og svo hittumst aftur á laugardeginumheima hjá Katrinu þar sem voru eins og svo oft áður þjóðverjar í meirihluta haha.
Og svo langar mig bara að koma því á framfæri svona í endann og gera ykkur svolítið öfundsjúk að hitastigið hér þessa dagana er yfir 30 gráður svo mín er bara komin með ágætis lit á sig en læt nú það ekki duga því ég ætla mér að standa undir nafni og koma svör heim!!! ;) Múhahahahahahaha!
4 Comments:
Æ þetta er ekki sanngjarnt Sigga, þú ferð heim eins og svertingi og ég verð eins og ég hafi búið á norðurpólnum síðan í september en ekki við hliðina á ströndinni.
Annars er ég sammála þér í sambandi við Eurovision, fyrir utan það að við eigum að fara að hætta þessu ( hvað verður þá um öll langskemmtilegustu partíin???? ). Ég held því persónulega fram að ég þurfi að fara að bjóða mig fram í eurovision til að redda málunum.
Hvað segirðu annars, grímubúðaráp á morgun??
Lilja
Hey sko, ég ætlaði að vera brúnust!!! þú færð það alltaf!!! SVINDL ;)
Sorry girls svona er þetta bara hehe ;)
Annars lýst mér ágætlega á þessa hugmynd hjá þér Lilja að þú farir í júró, held þú myndir taka þig vel út!! ég skal svo vera í bakröddum og dansa með ;D Hvað segiru um að hittast á föstudaginn og redda búningum fyrir laugard??
Hæ Sigga
Vona að þú fáir ekki sólsting - öfunda þig reyndar dálítið því hér er 3 stiga hiti og snjóaði meira að segja !!! Þetta er náttúrulega bara ekki hægt með þetta veðurfar á þessu landi endalaust....njóttu hitans, þú lifir kannski smá á því þegar þú verður komin heim í norðanáttina :)
Nanna
Skrifa ummæli
<< Home