Og nú munum við ekki borða kjöt næstu daga...
eftir að kjötkveðjuhátíðinni lauk í gær! Eða hvað?! Fórum til Sitges í gær með Sylvíu og Árna (þriðjudag) það sem við vorum búin að heyra að mest væri um að vera þar. Af því tilefni settum við upp hárkollur til að falla inn í hópinn en héldum virkilega að við værum að misskilja hlutina þegar við löbbuðum að metroströðinni eins og einhverjir athyglissjúklingar og fólk horfði á okkur eins og við værum alveg búin að tapa glórunni haha. En okkur leið strax betur þegar við komum í lestina og sáum einhverja í búningum lika og það fór ekki á milli mála þegar við komum til Sitges að það væri eitthvað mikið um að vera. Sáum skrúðgöngu sem minnti helst á Gay pride,kannski ekki skrítið enda er Sitges er líka voðalega gay staður......komum svo til baka aftur um 2 eftir miðnætti meðan fjörið hélt áfram og fólk var enn að koma til Sitges á þeim tíma til að vera með í fjörinu. En já þetta var allavega mjög gaman að hafa séð þetta og þið getið líka upplifað stemninguna með því að skoða myndirnar :)
3 Comments:
Það fer Gunna bara ágætlega að vera Inga fra Sverige verð ég að segja! Hvernig getur samt staður verið gay? haha...
hehe þú myndir skilja það ef þú færir til Sitges...allt morandi í gays!!!!!!!!!!!
http://www.tibidabo.es/eng/horari.asp?nMonth=2&nYear=2008
Mér sýnist að það sé frekar stuttur opnunartími svona snemma á árinu, það byrjar að vera opið lengur um helgar í mars...
Skrifa ummæli
<< Home