Aldrei að treysta neinum....
Í gærkvöldi fórum við út að borða með fólki úr skólanum hans Gunna sem var mjög gaman. Kannski ekkert frásögu færandi nema þegar við vorum að labba heim þá mætum við pari sem voru örugglega sígaunar og þau stoppuðu okkur og byrjuðu eitthvað að babla um að honum vantaði belti. Vorum reyndar ekki alveg að fatta fyrst hvað þau voru að meina þar sem þau sögðu nú aldrei orðið belti en voru í staðinn með voða leikræn tilþrif og maðurinn tók um buxnastrenginn á Gunnar til að sýna að honum vantaði eitthvað til að halda buxunum sínum uppi. Og við alveg gjörsamlega glórulaus og virkilega reyna pæla hvar hann gæti nú keypt belti haha...svo löbbuðum við nú bara heim á leið og pældum ekki meira í því fyrr en Gunni fattaði að hann væri ekki með veskið á sér. Þá hefur gaurinn laumað hendinni í vasann hjá Gunnari og tekið veskið hans. Sem betur fer var nú enginn peningur í því bara 3 kort sem við létum loka strax. Þannig þau græddu nú ekki mikið á þessu en í staðinn lendum við í einhverju leiðindaveseni. En já það hefði nú getað verið verra, við vorum bara svo svekkt út í okkur að láta þetta gerast, alveg týpiskir túristar haha.
En Barcelona er nú líka þekkt sem ein mesta vasaþjófaborg í Evprópu og kannski ekki spurning hvort heldur hvenær maður verði rændur.
Best að halda fast um töskuna hér eftir!!!!!!!
3 Comments:
Æ i - en leiðinlegt en gott þeir náðu ekki að nota kortin!!! 'uff- en þetta fylgir víst bara að vera þarna, ekki spurning um hvort heldur hvenær eins og þú segir því miður!!! Látið þetta nú samt ekki eyðileggja fyrir ykkur allt hitt sem borgin hefur upp á að bjóða, bara vera með lítið á sér í einu!!! Við erum annars að fara í bústað á Flúðir yfir helgina - göturnar loksins að verða auðar!! Nanna
Einmitt, ég var hvort sem er ekki með neitt á mér nema þarna fór visakortið mitt, kannski bara betra þannig hehe.
Annars erum við nú ekkert að svekkja okkur útaf þessu, enda nóg annað við að hafa hér :)
Góða skemmtun á Flúðum og gleðilega páska! :)
úff.... verdid ad passa ykkur. Svo litlu krakkarnir líka, thau eru ferleg thví thau eru svo snögg ad koma sér í burtu... Farid varlega hér eftir ;)
Kv. Erla María
Skrifa ummæli
<< Home