Sigga & Gunni í Barcelona!!

laugardagur, janúar 26, 2008

Smá update frá Barcelonabúunum...

Kisu fannst ég í svo flottum stígvélum
Þessi lögga var svakalega hress og gauranir lengst til vinstri vildu vera nýju bestu vinir okkar
Ströndin...
Svona lýtur nýja herbergið okkar út, miklu stærra og betra !
Já allt gott að frétt af okkur hér í heimsborginni, 21 stigs hiti og eintóm gleði. Nú eru komnir tveir ítalskir strákar í íbúðina okkar og Gunnar veltir mikið fyrir sér hvort þeir séu par!
Ókosturinn við það er að ég get ekki einokað baðið núna eins og ég er vön að gera en já það er eitt af því sem fylgir að búa með öðrum. Brasíliska parið sem á íbúðina er bara í þessu að legja út herbergi og lifa á því, eru heima allann daginn að taka móti fólki sem kemur að skoða og þess á milli þrífa þau allt hátt og látt þannig það angar allt af hreinsiefnum hérna. Svo eru aðrir hlutir sem þau pæla ekki eins mikið í, til dæmis þurftum við að kaupa glös og skálar sem manni finnst vera alveg basic hlutir og ættu að vera til staðar! En þau eru voðalega fín þó að við getum ekki mikið talað saman þar sem þau tala litla spænsku og enga ensku.
Í gærkvöldi fórum við út með Sylvíu og Árna og byrjuðum á því að fara á elsta barinn í Barcelona þar sem allir þjónarnir framreiða drykkina uppáklæddir í smóking...fórum samt eiginlega strax út þar sem var svo troðið og þarna voru bara spánverjar saman komnir...sem er eiginilega bara frekar sjaldgæf sjón hér! Þið hafið séð myndina af mér og risakisunni...gunni fékk þá hugmynd að reyna klifra upp á hana (æææ hann Gunni er stundum svo bilaður hehe) og meðan hann og Sylvía voru að reyna brölta upp á köttinn komu 2 strákar sem fannst þetta svakalega sniðugt og annar þeirra fór líka upp á. Svo vorum við eitthvað þarna að spjalla við þá og þá kemur löggan og segir að það sé bannað að klifra á hann..en endar svo með því að hann fer bara að spjalla við okkur líka og bara svakalega hress! Svo vildu þessir strákar endilega fara með okkur inn á einhvern stað og við fórum með þeim og þetta leit mjög grunsamlega út þegar það opnaði einhver lítil hurð og okkur var hleypt inn og það var gjörsamlega enginn tónlist....og við máttum ekki tala hátt því það mátti ekki heyrast í okkur...voru ekki alveg sannfærð um að vera þarna en gaurarnir sögðu okkur að niðri væri tónlist og það endaði með því að við eltum þá niður stiga og þá kom í ljós þessi staður og jújú fullt af fólki ...og þvílíkur reykjarmökkur....og mjög mjög subbulegt og undarlegt lið þarna...og við vildum eigilega komast út en þegar við ætluðum út þá var okkur sagt að við mættum ekki fara út strax því löggan væri fyrir utan...já okkur var virkilega neitað um að komast út, svo eftir smá stund er löggan komin inn og allir þurftu að sýna skilríki þegar þeir fóru út...semsagt einhver kolólóglegur staður sem við vorum á...og alls ekki þess virði að borga sig inná!!
Og já talandi um subbulegheit, hér reykingarbannið ekki komið á og allir reykjandi og fötin manns anga af sígarettum eftir að hafa verið á kaffihúsi...manni finnst maður bara vera komin nokkur ár aftur í tímann! Fórum og fengum okkur tapas í gær og fólkið hliðina á okkur reykjandi...sem mér finnst mjög ósmekklegt þegar maður er að borða!
En jæja nóg af kvarti og kveini, nennir enginn að lesa þetta væl hehe
bless í bili!!!!!!!!!!!!!!!

3 Comments:

At janúar 26, 2008 7:45 e.h., Blogger Sylvía og Árni said...

Þetta var rosalegt kvöld! Ég er búin að vera svo handónýt í dag að það er ekkert eðlilegt. En djöfull eru myndirnar frá kvöldinu fyndnar... ég er enn að hlægja af gjörningsmyndinni

 
At janúar 26, 2008 8:46 e.h., Blogger Sigga said...

hahaha já mjög súrrealískt allt saman!

 
At janúar 26, 2008 9:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey guys! Thanks for last night, it was totally awesome.. I must bring Carrey next time! The cat climbing competition was crazy!!! Yesssss!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home