Sigga & Gunni í Barcelona!!

mánudagur, mars 26, 2007

Jej!!!!

Nú er hann Gunni minn að koma til mín á morgun og svo mamma og pabbi á fimmtudaginn, einhvern veginn grunar mig að mín verði ekki dugleg að mæta í skólann næstu daga ;)
Páskafríið hér byrjar nebblega ekki fyrr en 9. apríl en þá verða þau farin og er þá planið að fara til Madrid í nokkra daga, hef aldrei farið þangað og held það verði ógisslega gaman!!!
Bíð spennt núna eftir að fá páskaegg umm namm namm enda er íslenskt nammi eitt af því sem ég sakna mest þessa dagana, draumur, tromp, þristur.... svona gæti ég haldið lengi áfram er líka byrjuð að slefa á lyklaborðið!!!!
Og eitt að lokum,þið megið alveg vera duglegri við að commenta, POR FAVOR eða er kannski enginn sem nennir að lesa þetta bull í mer, ja maður spyr sig!!
Jæja ætla fara koma mér í rúmið..
Ciao

6 Comments:

At mars 27, 2007 11:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vona ad thú eigir eftir ad njóta dagana hérna á medan familían verdur hérna ;)

 
At mars 27, 2007 11:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

aajj...svo kom ekkert nafnid mitt....

KVEDJA: ERLA MARÍA ;) hehehe...

 
At mars 27, 2007 3:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

les alltaf síduna tína, er bara léleg ad kvitta :) veit hvad tad er pirrandi!! Kvittikvittikvitt!! skemmtu tér frábaerlega med Gunna og tus padres!

 
At mars 27, 2007 4:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ógeðslega kúl síðan hjá þér! Á maður ekki annars alltaf að segja það? híhí :). Ég skal fara að verða duglegri að kvitta. Ég skal samt segja þér það að síðan hjá þér og hinum spænskuferðalöngunum er í mínu daglega tékki (stundum oft á dag ef ég nenni ekki að læra, hehe).
Hafðu það gott um páskana og ekki fá í magan af öllu namminu sem fjölskyldan er að koma með fyrir þig ;)
Besos!
Tinna

 
At mars 28, 2007 2:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja þá fer fólkið að flykkjast að, Gunnar væntanlega komin til þín og svo komum við á fimmtudag. Til að byrja með verðum við á hóteli sem heitir NH Las Artes sem er rétt hjá Ciudad des las Artes y de las Ciencias, hvað sem það nú er og alveg rétt við Ciudad de la Justicia, sem er nú eitthvað fyrir mig. Palau de la Musica er þarna líka í grenndinni. Haltu áfram með pistlana þína, Sigríður, þeir eru mjög skemmtilegir. Kveðjur að heiman,
pabbi

 
At mars 30, 2007 3:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sigga mín

Myndirnar voru mjög flottar sem þú tókst- skemmtilegt að upplifa þetta. Skilaðu til pabba að Bensinn brást á örlagastundu í dag, varð rafmagnslaus þegar ég ætlaði að fara að bruna af stað í Fjölmennt - búið að vera svo mikil rigning en þetta slapp- ég fékk bíl Gerðar lánaðan og komst á leiðarenda - við gerum síðan á bílnum lífgunartilraunir með startköpplum áður en við förum norður - hann þolir eitthvað illa rigningu greyið var það ekki ? :)

Skemmtið ykkur vel úti! Biðjum að heilsa.

Nanna

 

Skrifa ummæli

<< Home