Sigga & Gunni í Barcelona!!

fimmtudagur, júní 07, 2007

Og þá eru bara 2 próf eftir...púff!!

Eftir góða prófasyrpu þessa vikuna þar sem ég er búin að faraí 4 próf dag eftir dag og já þó að ég efaðist um að ég myndi hafa það af þó tókst mér það (svo er nú bara að sjá hvernig árangurinn verður eheehh..) En það er allt hægt með nógu miklu kaffiþambi og of stórum sykurskammti, og svo er heldur ekkert svo slæmt að sitja út á svölum og fá smá lit á sig í leiðinni ;)
Og nú styttist ískyggilega í það að ég komi heim, bara 2 vikur...jahérna! Veit satt besta að segja ekki alveg hvað mér á að finnast, auðvitað langar mig til að koma og hitta alla en ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er alveg að fýla þetta "letilíf" hérna, jú maður mætir í skólann, er svo í fríi um helgar og bara sól, sæla og sangría...ææ ég ætla hætta þessu væli, það er heldur ekki svo langt í það að við Gunni förum til Barcelona..svo það er bara fínt að koma aðeins heim híhí!
Og svo þann 15. kemur hún Linda til mín og við ætlum sko að skemmta okkur hérna síðustu vikuna mína hérna, hlakka ekkert smá til ;D
En jæja ætla sko að fara gera eitthvað allt annað en að læra (smá pása núna þar sem ég fer ekki í próf fyrr en næsta þriðjudag jibííí)

3 Comments:

At júní 08, 2007 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með að vera búin með prófasyrpuna miklu sem þú ert búin að vera að tala um síðan í janúar :)
Ég er hins vegar ekki einu sinni byrjuð í prófum...verður öllu klesst í síðustu vikuna mína, sem er jú ekki mjög gaman verður að viðurkennast.

Vonandi náum við aðeins að sjást um helgina skvísa...hafðu það yndislegt!

Þín Lills

 
At júní 11, 2007 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sigga

Gott að þetta er að verða búið - prófin meina ég og svo verður nú gaman að sjá þig loksins þótt þú verðir rokin aftur út bráðlega :)

Þú missir af afmæli Maríu en við ætlum að halda uppá það 16. að þessu sinni en þið Gunnar komið
r vonandi bara og heimsækir okkur norður- förum kannski í Catan og bökum Tröllapizzu!

Nanna

 
At júní 12, 2007 1:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi já leiðinlegt að missa af afmælinu :( en já mér lýst vel á það að kíkja í heimsókn norður, það er þá ekki svo langt í að við hittumst!!

 

Skrifa ummæli

<< Home