Sigga & Gunni í Barcelona!!

þriðjudagur, mars 20, 2007

Sprengjur og blóm handa María mey...






Jæja nú er las Fallas hátíðin búin og komið meira en nóg flugeldum og sprengjum allan sólahringinn. Þetta er svoldið eins og að hafa gamlárskvöld 5 daga í röð í sambland við þjóðhátíð í eyjum...já spánverjar kunna svo sannarlega að skemmta sér og þeim finnst líka rosalega gaman að kasta sprengjum út um allt, miklu verra heldur íslendingar nokkurntíma á gamlárskvöldi!!
Í gær var aðalkvöldið þar sem fallurnar voru brenndar, öll þessi vinna og allt til einskis! Það tekur listamenninna alveg ár og búa til svona fallur og svo ert þetta bara allt brennd!
Annars snýst þessi hátið ekki bara um það að vera með flotta flugeldasýningar og læti heldur eru fallerur sem fara og færa risastóru líkneski af Maríu mey blóm sem hún er svo skreytt með. Alla helgi vorusemsagt fallerur í skrúðgonugm í þessum sérstöku falleru búninugm að labba með blómvendi . Þær voru alveg frá nokkra mánaða og upp úr og maður svo margar grátandi og maður var ekki alveg að fatta afhverju en þá er þetta víst svo mikill heiður að vera valin til að vera falla.
Á kvöldin breyttist svo allt í risa útipartý og tónleikar og dj-ar að spila út á götunum og svaka fjör allstaðar, mjög gaman. Hef aldrei á ævi minni upplifað jafn mikið troðning og hélt virkilega í gær að við myndum troðast undir!!
Annars var rosalega kalt og hvasst í gær og þegar verið var að kveikja í einni fallunni þá fuku eldflögur um allt og fólk þurfti að flýja undan þeim, sá það líka í fréttunum að það höfðu nokkrar fallur brotnað því það var svo hvasst.
En núna er allt dottið í dúnalogn og ég þarf víst að fara mæta í tíma ohhh...er allavega búin að setja inn fullt af myndumn sem þið getið skoðað!




1 Comments:

At mars 22, 2007 11:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hææææææææææ
Flottar myndirnar frá þér! Núna eru bara nokkrir dagar þar til ég fæ að sjá þig. Ég ætla að vona að þú komir að taka á móti mér og stígir ekki drullupoll eins og seinast...

 

Skrifa ummæli

<< Home