"I´m so lucky lucky...!"
Siggligg og Lilja Hrönn á góðri stund!
Er með þetta ógedslega lag á heilanum, "Im so lucky lucky lucky I´m so lucky lucky ", heyrist því midur allt of mikið hérna ALLTAF, ALLSTAÐAR og bwaaa er ad gera mig geðveika!!
En annars er ég nú bara soldið heppin því ég fór á keypti mér splunkunýja tölvu í gær sem kostadi ekki mikinn pening og er med innbyggða myndavél svo nú geta allir séð hvað ég er sæt sem tala við mig á skype eða msn :) Er að vísu eitthvad problem með msnið veit ekki alveg afhverju en reyni ad koma því í lag sem fyrst!
Var búin að minnast á las Fallas og er búin ad fara tvisvar að sjá la mascleta sem er núna á hverjum degi klukkan 2 á ráðhústorginu. Þá eru sprengdir upp flugeldar sem ég skil eiginlega ekki alveg afhverju þeir gera þad á miðjum degi því það sést ekki neitt enreykurinn getur verið í allskonar litum. Hávaðinn er alveg svakalegur og eiginlega þarf maður ekki að fara niðri í bæ til að heyra hann, heyrist allavega vel hjá mér svo það þýðir lítið að ætla sofa frameftir þessa dagana! Svo er verid ad setja upp Fallas í götunum sem eru risastórar pappadúkkur og á lokakvöldinu er þetta svo allt brennd. Svo eru sérstakir búningar í kringum þetta, maður sér konur í einhverjum voða fyrirverðamiklum kjólum og með hárid greitt alveg spes.
Annars gengur lífið hér bara sinn vanagang, ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei á ævinni kynnst jafn mikid af þýskumælandi fólki eins og hér. Hljómar kannski undarlega þar sem ég er á Spáni en meirihlutinn af erasmus krökkunum hérna eru þjóðverjar eða frá austurríki og það liggur við að maður vilji fara rifja upp það litla sem ég lærði í þýsku og er löngu gleymt og grafið.
Er annars að fara út núna að sjá eitthvað flugeldadót, ætla svo að setja inn myndir,
Auf wiedersehen!
10 Comments:
JA hérna það er rosalegt!! Mega tuff
Æi leiður... :(
Þú hugsar væntanlega hlýlega til Eddu Snorra en þú átt henni að þakka að vera sprenglærð í þýsku! Ef þú lendir í einhverjum vandræðum þá geturðu gripið til óborganlegra frasa líkt og ''das ist ein achtknoten!'' Það getur ekki hver sem er státað sig að því að vera með þýska siglingarfræði á hreinu.
Kveðja fraulein Auður
Ps. Ankern verboten!!!!
Hahaha já það það getur alltaf komið sér vel að vita hvað áttuhnútur(??!!) er á þýsku, allavega veit ég ekki hvað það er á spænsku :)
hæ Sigga!
Emilía er búin að vera að tala um flugelda síðan á gamlárskvöld á hverjum einasta degi- vaknar meira segja á morgnana og fyrsta orðið ssem hún segir er "búmm-búmm" sem þýðir flugeldar - viðist hafa haft djúp sálræn áhrif á aumingja barnið að horfa á flugelda- eins gott hún sé ekki þarna úti á með la Fallas stendur yfir miðaða við þessar lýsingar..... annars allt ágætt að frétta - smá saman að verða pínulítið vorlegt- gerist hægt en allt í áttina!
Hafðu það gott! Nanna
guð hvað ég hata líka þetta lag...ætti að banna það með öllu finnst mér. Annars sé ég að ég verð að fá mér lit og það strax!!! Þetta hreinlega gengur ekki lengur. Er búin að hanga í dag með nýja gaurnum í íbúðinni minni sem er hárgreiðslumaður og svakalega gay...og honum langar alveg svaaakalega að klippa á mér hárið hahaha....gaman gaman.
Við verðum að fara að hittast...og já komdu endilega í heimsókn í mat eða eitthvað sem fyrst :)
Já hér er sko nóg af búmm búmm! Svo er svo fyndid ad medan madur er sjalfur haldandi fyrir eyrun út af hávada og hálfsmeykur um ad fá flugeld í sig tha ser madur litla krakka hérna sem finnst thetta ótrulega snidugt og hoppa og klappa og eru ekkert hraedd.
Svo er madur kannski út ad labba í sakleysi sínu og hrekkur vid út einhverri sprengingu, frekar óthaegilegt stundum!
Hey what´s up?
Ég var á skipinu þegar við fórum til Belize en ég mun fara þangað oft þannig að ég fer nú einhverntíman á eyjuna að skoða:)
Bið að heilsa þér og skemmtu þér í öllu flugeldunum;)
Sæl Sigríður mín, eins og ég hef alltaf sagt þá skipir miklu að hafa nokkur tök á þýskri tungu, ekki síst eftir að landið sameinaðist í eitt ríki, eftir fall Svoétríkjanna. Þýskan er í sókn, enskan er að vísu alltaf í 1. sæti. Það er hinsvegar spænskan sem er "inn" í dag og kunnátta í því tungumáli er fjárfesting til framtíðar þegar litið er til þess hversu stórt málsvæði þeirrar tungu er.
Bestu kveðjur að heiman, pabbi.
Já ég held ég haldi mig nú bara við spænskuna í bili, allars fer allt bara í einn hrærigraut!!! :)
Skrifa ummæli
<< Home