Sigga & Gunni í Barcelona!!

mánudagur, apríl 16, 2007

Andalúsía!!!!!!!!!

Nú held ég að það sé komin tími á smá updeit en ástæðan fyrir því að þið hafið ekkert heyrt frá mér er er að ég er búin að vera ferðast um Andalúsíu en fyrir þá sem ekki vita er Andalúsía hérað á Suður Spáni. Upphaflega var nú ætlunin alltaf að fara til Madrid eins og ég var búin að nefna áður en vegna þess að við fundum enga gistingu þar þá breyttum við aðeins planinu, Madrid fær bara að bíða aðeins ;) Við forum 4 saman, ég, Lilja Hrönn, Kjersti (Hjalti) og Petra ítölsk vinkona hennar.Þar sem það er búið að vera frekar hráslagalegt hérna i Valencia bjuggumst við við kannski aðeins meira hita og smá sól í suðri og því var mest pakkað niður af léttum fötum og en sem betur fer var ég nú gáfuð að taka regnhlífina mína með því maður veit nú aldrei og jújú það rignidi nú bara meira og minna allan tímann og skítakuldi!
Við byrjuðum allavega á því að fara til Granada sem er alveg ótrulega skemmtilegur staður og mikil arabísk áhrif þar sem sjást til dæmis á mörgum húsunum. Ótrulega gaman að labba þar um og skoða í litlar arabískar búðir sem selja allaskonar smáhluti og svo fórum við í svona tehús þar sem við sátum i rökkri með kertaljós og arabískt gaul undir..alveg ótruleg spes og gaman! Daginn eftir tókum svo ég, Hjalti og Petra rútu til að skoða lítið fjallaþorp eða „pueblo blanco“ sem ég verð að viðurkenna að ég man ekki nafnið á en þar eru allavega bara svona lítil hvít hús þar sem er alveg týpiskt fyrir Andalúsíu. Svo ef maður er í stuði og með rétta útbúnaðinn er hægt að labba á milli fleiri svona þorpa en þar sem það var bæði rigning og ég ekki í bestu skónum (sem er nú ekkert nýtt!!)þá ákváðum við að sleppa því. Næst var svo ferðinni heitið til Córdoba sem er miklu minni en Granada og kannski aðeins meira svona túristapleis en þar er einmitt allt í svona arabískum stíl og ótrulega gaman að labba um pínulitlar þröngar göturnar. Skoðuðum til dæmis dómkirkjuna þar sem er blanda af moskvu og kristinni kirkju og er víst sú eina þannig í heiminum. Þar sem við vorum svo komin með nóg af rútu og lestarferðum í bili ákváðum við að stoppa 2 daga í Córdoba og meðal annars til að halda upp á afmælið hennar Lilju á föstudegunum þrettánda! Gerðust nú samt engir stórskandalar þann dag!
Síðasti áfangastaður ferðarinnar var svo Sevilla þar sem við hittum hana Völlu úr spænskunni sem var alveg ótrulega gaman og þar sem við Lilja vorum nú alveg kominmeð nóg af að túristast þá ákváðum við bara að taka því rólega of nutum þess að láta sólin skína á okkur, POR FIN!!!! Stoppið var nú allt of stutt því í gærkvöldi þurftum við að taka lestina baka til Valencia og í þetta skiptið gátum við nú loksins sofið eitthvað enda höfðum við rúm í klefunum okkar, sem var bara algjör lúxus miðað við fyrri ferðamáta!!!
Ég er allavega alveg að fýla Suður-Spán , ágætis tilbreyting að komast úr borginni og fara í rólegheitin, fólkið er líka svo ótrulega afslappað og opið og svo er spænskan þar líka svo flott...ætla fara æfa mig að tala með Andalúsíuhreim og sleppa öllum s-hljóðum!! :D
En jæja best að fara skella inn öllum mydnunum og reyna klára þess a æðislegu skemmtilegu rigerð mína um indjánaorð í spænskri tungu!!!!!
!Adiós!

8 Comments:

At apríl 16, 2007 1:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir ferðasöguna ;)
Úúú... spænskunördanum mér finnst þetta ritgerðarefni nokkurð spennandi , híhí.
Saludos!
LaTin(n)a

 
At apríl 16, 2007 7:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa um ferðalagið til Andalúsíu og að allt hafi gengið vel. Ég er ekki hissa á því að þú hafir verið uppgefin í lokin eftir allar göngurnar með okkur um Valencia vikuna áður. Nú styttist í sumardaginn fyrsta, en hann er á fimmtudaginn kemur. Þá hlýtur nú að fara að hlýna bæði hér á landi og á Spáni! Hafðu það gott, mamma.

 
At apríl 17, 2007 12:24 f.h., Blogger Lilja Hrönn said...

Æ já þetta var nú bara hin fínasta ferð...ég get allavega krossað við 2 nýjar borgir á spænska landakortinu mínu núna haha.
Fyndin ferðasaga annars...ættir kannski að fara að læra af reynslunni og fara að fá þér almennilega skó í næsta ferðalag, maður veit nú nefnilega aldrei hvenær maður skellir sér í fjallgöngu, jú og svo er gott að taka með sér fleiri sokkapör svo við deyjum ekki úr táfýlu af hverri annarri!!! Takk annars fyrir mjög skemmtilegt ferðalag...hlakka til að skoða myndirnar með þér yfir seiðandi arabísku tei :)

 
At apríl 17, 2007 4:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið öfunda ég þig af þessu ferðalagi um Andalúsíu
....... Nanna

 
At apríl 18, 2007 4:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ooh hvad ég hefdi verid til í ad vera med ykkur í Granada og Córdoba...Te-id alveg örugglega miklu betra en ég geri, ekta arabískt ;)

Kv. Erla María

 
At apríl 19, 2007 12:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mucha graciá por una visita ehtupenda, mi arma. Ahora sólo quedan do semana pa el próximo encuentro.
El andalu... lo mejo ;)

Te quiero un hartá,
Valla

 
At apríl 20, 2007 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh hljómar spennandi hjá þér. Ég fór einmitt einu sinni í Pueblos Blancos, El Bosque, Benamahoma, Villaluenga del Rosario og Grazalema. Þú kanski kannast við eitthvað að þessu nöfnum?

Annars þá bið ég bara að heilsa :)

 
At apríl 20, 2007 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey what´s up? reyni að kíkja hér inn öðruhvoru til að fá update;)

 

Skrifa ummæli

<< Home