Sigga & Gunni í Barcelona!!

sunnudagur, maí 20, 2007

....

Ég þjáist af einbeitingaskorti þessa dagana vegna hita og því freistast maður ansi oft til að skella sér á ströndia í stað þess að sitja inni að lesa...með þessu áframhaldi er ég ekki að fara ná neinum prófum, en ég ætla verða alveg rosalega dúlleg á morgun (segi það reyndar á hverjum degi híhí) Með hækkandi sól fylgja ýmsir óboðnir gestir eins og til dæmis þessar helv**** moskítuflugur sem eru að gera mig geðveika!!! Núna um daginn sofnaði ég ekki fyrr en rúmlega 6 vegna þess að ég heyrði alltaf suð í eyrunum á mér og þurfti alltaf að vera kveika ljósið til að reyna drepa þær en það gékk nú ekkert alltof vel hjá mér. Og vandamálið er ekki það að þær bíti mig(virðist ekki hafa bragðgott blóð) heldur er þetta suð sem er alveg ótrulega pirrandi!!!) Og út af þeim þá get ég ekki sofið með opin gluggan svo það er alltof heitt inn i herberginu mínu og þess vegna á ég líka mjög erfitt með að sofa þessa dagana. Kannski maður kaupi sér viftu? Já kannski bara!Nú er hún Monica ítalska stelpan sem bjó með mér farin svo ég sit eftir með prinsessunni henni Kenzu, frábært! Jæja það eru nú bara tæpar 5 vikur í að ég komi heim, hlýt að lifa það af!Annars í gær var tekin smá pása frá próflestri og ég fór í grímuparty heim til Lilju og auðvitað klæddi ég mig upp sem víkingur, að vísu var ég nú bara með víkingahatt og fléttu í hárinu en það dugði alveg til! Annars var nú nokkuð skrautlegt lið þarna,biskup, nunna, lögga,,geisha og fleira, ætla setja inn myndirnar, þær segja allt sem segja þarf!En jæja er farin að lesa...
Ciao!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home