Sigga & Gunni í Barcelona!!

sunnudagur, apríl 22, 2007

Ég held ég þurfi að fara skipuleggja mig...

Það er að segja ef ég ætla mér að ná þessum blessuðu prófum, þau eru nú að vísu ekki fyrr en í júní en tíminn líður alveg óhugnalega hratt og ég kannski ekki búin að vera svo duglegasta að læra hingað til og þann 4.júní byrjar stuðið og ég fer í 4. póf i 4 daga í röð sem mér finnst alveg hryllilega tilhugsun og ómannúðlegt og efast um að ég muni lifa það af!!!! Eftir það bætast svo 2 við en allavega með nokkra daga millibili, THANK GOD!!!
Er annars einhver þarna úti sem vill einhver kenna mér spænska setningarfræði á NOTIME, því ég hvorki skil hana og mér finnst hún hundleiðinleg!!! Svo verður farin ERASMUS ferð til Ibiza í lok maí svo það er alveg nóg að gera, hef sko engan tíma fyrir skóla! En þetta reddast alltsaman, hef engar áhyggjur af því :D
Og nú er það komið á hreint, ég er búin að panta mér miða heim þann 22.júní svo takið daginn frá til að fagna heimkomu minni!!!!!!!Annars allt gott að frétta, Kenza snúin komin aftur frá Marokkó svo nú er friðurinn úti hehe neinei segi bara svona. Lendi annars ansi oft í því að vera milliliður í þessari sambúð okkar þriggja þar sem Kenza þolir ekki kærasta Monicu (þessi ítalska, jú hún var semsagt til eftir allt saman hehe) og þau þola hana ekki þvi hún gerir aldrei neitt svo ég fæ að hlusta á baktal úr báðum áttum..stórskemmtilegt alveg!En nóg um það því rétt í þessu er hún Linda mín að færa mér þær gleðifréttir að hún ætli kannski að koma að heimsækja mig núna i maí!!!!!! Jejjjjjjjjj!!! Linda það verður æði ef þú kemur!!! Einhverjir fleiri sem vilja koma í heimsókn?? Ekki láta einhverja þjófasögur stoppa ykkur, held að íbúðin mín sé alveg örugg hehe ;)

1 Comments:

At apríl 24, 2007 4:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Spænsk setningarfræði hljómar ekki skemmtilega...og ég hef ekki hugmynd um hana svo sorrý stína.

Annars verður júní algjört hell ójá, það er bara að taka róandi og viskí fyrir próf...og svo antidepressants eftir þau haha!

Lilja Hrönn ( litla tönn )

 

Skrifa ummæli

<< Home