Sigga & Gunni í Barcelona!!

sunnudagur, febrúar 11, 2007

It´s a small world...

Eða er það kannski bara það að það eru Íslendingar út um allt þar sem maður fer?? Ég segi nú kannski ekki að það sé allt morandi í þeim hérna, þó þeir séu nú örugglega nokkrir, en allavega þá erum við búin að hitta aðra íslenska stelpu sem býr hérna og hafði samband við mig þar sem hún er vinkona Hildar úr spænskunni sem sagði henni að við Lilja værum hérna. Svo býr hún líka í sömu götu og ég, að vísu alveg á hinum endanum en það er allavega ekki langt að fara. Þannig að nú erum við allavega 3 hérna og ekki ólíklegt að við eigum eftir að hitta á fleiri.
Svo er bara skólinn að byrja á morgun, ég er búin að reyna vera velja tíma, það versta er að sumir tímar eru kenndir seint á daginn og jafnvel á kvöldin. Til dæmis var einn sem ég var að spá í að taka seim heitir spænskar bókmenntir á 20. öld en það vill svo “skemmtilega” til að hann er kenndur á föstudagskvöldum frá 18-20. Það er eini tíminnm sem ég myndi þurfa mæta í á föstudögum þannig það er hálfglatað að hann skuli ekki vera fyrr um daginn, bíður bara upp á það að maður sleppi því að mæta!
Ég er líka búin að reyna vera finna út hvaða fög eru ekki með nein verkefni yfir önnina þar sem maður tekur þá bara lokapróf enda kom ég ekki hingað til að læra heldur til að vera í sólbaði! Nei nei segi bara sona, auðvitað reynir maður nú eitthvað að kíkja í bók við tækifæri, verum nú ekkert að stressa okkur á því strax Ég var búin að minnast á marókósku stelpuna sem býr með mér, hún er 2 árum yngri ég og hún er alveg hörkudjammari, fer út á hverju einasta kvöldi og maður hittir eiginlega ekkert á hana þar sem hún sefur yfirleitt alltaf allan daginn og vaknar svo til að taka sig til fyrir næsta djamm. Hún er líka alltaf að reyna draga okkur Gunna með sér út og við erum víst búin að lofa henni að kíkja með henni eitthvað í kvöld á sunnudagskvöldi...ekki eitthvað sem maður er vanur frá Íslandi!! Hún er allavega ekki þessi týpa sem maður sér fyrir sér með skutlu yfir andlitinu og biður bænir allann daginn...það verður allavega forvitnilegt að kynnast henni betur.
Annars erum við Gunni bæði komin með eitthvað leiðindakvef og ég er alveg að drepast úr hálsbólgu, ekki gaman!
Í gær var nú samt þetta fína veður, 23 stiga hiti og við sátum hérna í almenningsgarði í smá sólbaði ,með þessu áframhaldi er ekki langt í það að maður geti skellt sér á ströndina...
Jæja bið að heilsa öllum heim á kalda Íslandi múhahahaha!!

5 Comments:

At febrúar 14, 2007 8:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

You found your match :)
skemmtu þér vel og njóttu sólarinnar

 
At febrúar 14, 2007 4:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Uss maður væri nú alveg til í smá sólkskyn... Hvernig væri að setja inn einhverjar fleiri myndir...

 
At febrúar 15, 2007 12:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl aftur, bráðum hljóta að koma fréttir úr skólalífinu. Ég vildi nú bara segja frá því að ég fór með gamla Benzinn hennar Sigríðar í skoðun og hann flaug í gegn og bíður nú til þjónustu reiðubúinn þegar hans verður vitjað. Þegar ég var að laga aðeins til í honum þá fann ég undir framsætinu forláta leðurhanska, 100% Goat, þeir eru sem sagt fundnir, hafi þeir á annað borð verið týndir. Héðan er allt gott að frétta og hið besta veður miðað við árstíma.
Kveðjur, pabbi

 
At febrúar 15, 2007 11:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei sko gamli kagginn gefur greinilega seint upp öndina, enda gull-litlaðir bílar ekki á hverju strái :)
En Sigga mín við hér í grámanum á íslandi erum farin að lengja eftir fréttum af þér. Farðu nú að skella inn bloggi ;) Ps. ef þú verður einmanna þarna úti geturðu kíkt á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=VnrcsqdNwEE og hugsað til mín, á örugglega eftir að létta þér lundina.
Kv. Auður :)

 
At febrúar 15, 2007 2:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra með benza gamla, hann ætlar greinilega ekki að gefa upp öndina strax. Og ennþá betra að heyra að leðurhanskarnir mínir hafi fundist, saknaði þeirra mjög mikið þó ég þurfi þá nú ekki í bráð :)
sigga

 

Skrifa ummæli

<< Home